fbpx

GLÆSILEG ÍBÚÐ – FYRIR & EFTIR HJÁ ARNARI FREY

Markaðsmúngúllinn og handboltamaðurinn Arnar Freyr Ársælsson keypti í fyrra íbúð í Garðabænum þar sem hann býr með kærustu sinni Nadíu Atladóttir. En þau tóku íbúðina í gegn frá toppi til táar með og gerðu það svo fáranleg vel. Ég kom í heimsókn síðustu jól og þá voru framkvæmdir komnar vel afstað og eins og alltaf, varð ég geðveikt forvitinn og spurði endalaust um hvernig eitt og annað ætti að vera og fannst mér hrikalega skemmtilegt að fylgjast með. Svo síðast þegar ég var á Íslandi átti ég erindi heima hjá þeim og við tókum myndir af íbúðinni þeirra til að deila. Íbúðin er vægast sagt glæsileg og óþekkjanleg frá fyrir myndunum. Það kom líka ótrúlega á óvart hvernig hægt er að umbreyta íbúð með málningu, útfærslu af góðum hugmyndum og einbeita sér að smá atriðum. Ég henti nokkrum spurningum á Arnar –

Hvenær keyptiru íbúðina?
Við fengum afhent rétt fyrir sumarið 2018.

Varstu strax með hugmyndir um hvernig þú vildir hafa íbúðina?
Já og nei. Við vissum að við vildum hafa dökkar innréttingar, dökka skápa og dökkar hurðar. Svo ætluðum við alls ekki að hafa hvíta veggi heldur meira út í grátt. Og svo þegar við byrjum á einum hlut þá koma fljótt hugmyndir um aðra hluti og hvernig maður vill hafa þá en þetta var svona overall pælingin.

Hver voru svona fyrstu skref?
Fyrstu skrefin voru bara að þrífa vel, rífa allt baðherbergið niður og svo var hægt að fara undirbúa málningarvinnuna og mála allt hátt og loft.

Hvað tóku framkvæmdirnar langan tíma?
Það er í raun aldrei neitt 100% tilbúið því við höfum alltaf verið að bæta og breyta. En þetta helsta sem við gerðum áður en við fluttum inn var líklega þrír mánuðir. Það var mikil málningarvinna en svo breyttum við baðherberginu gjörsamlega og það tók sinn tíma. Eftir að við fluttum inn þá hægðist rosalega á okkur og allt tók lengri tíma en við ætluðum. Ári seinna var þetta líklegast næstum því klárt.

Hver var helsta áskorunin í breytingunum?
Helsta áskorunin er að ákveða. Hvaða á að gera og hvernig. Hvað passar, hvað kemur vel út, hvernig er hægt að gera það og svo framvegis.

Hvað er gott að hafa í huga í svona framkvæmdum?
Það er mikilvægt að átta sig á því hvað maður er tilbúinn að eyða og reyna búa til smá plan í kringum það því in the end er allt töluvert dýrara en maður áætlar í byrjun. Það kemur alls konar “óvæntur” kostnaður sem maður kannski býst ekki við í byrjun, sérstaklega þar sem við vorum að gera þetta allt saman í fyrsta skipti.

 

Hvaða lit notaðiru á veggjunum og hvar fékkstu hann?
Það er oft erfitt að ákveða liti og litasamsetningu og því myndi ég segja að það sé ótrúlega mikilvægt að fá hjálp frá fagmönnum og þau hjá Sérefni auðvelduðu okkur ótrúlega mikið. Þau koma með allskonar pælingar og vissu nákvæmlega hvað við vorum að leitast eftir. Aðalliturinn okkar á veggjunum heitir Deep Sarcelles, inní svefniherbergi erum við með Dark Sarcelles og á innréttingum og skápum erum við með tón af svörtum sem heitir einfaldlega 8000. Allir litir frá Sérefni og mikið hrós á þau fyrir frábæra þjónustu og mikla hjálp.

Er allt ready núna?
Aldrei allt ready en svona næstum því. Við erum reyndar mjög nálægt því að fara mála loftið í sama lit og veggirnir og það er smá vinna en kannski svona það stærsta sem við eigum þá “eftir”.

Eitthvað að lokum?
Það halda margir að við höfum skipt út innréttingunni í eldhúsinu, sett nýjar hurðar og nýja fataskápa en við einfaldlega máluðum þetta allt saman og breytingin er ótrúleg. Það er líklega ódýrasta lausnin og kemur líka svona vel út! Svo settum við nýja svarta hurðarhúna og fórum með aðrar höldur í svarta pólýhúðun. Það er líklega ein mesta breytingin, ásamt baðherberginu, og breytir íbúðinni algjörlega.

Hér má sjá svo sjá hvernig íbúðin lítur út í dag:

Svo er hundurinn Emma inná heimilinu, hundar gera heimili fallegri.

Finnst þetta svo gjörsamlega bilaðslega fallegt hjá þeim og ég varaði Arnar lauslega við að ég gæti mögulega gert feita kópí peist af baðherberginu, en það er gjörsamlega draumabaðherbergi ef þið spyrjið mig –

Takk fyrir spjallið og heimilisinnblásturinn Arnar & Nadía!

Arnar á Instagram – 
Moi á Instagram – 

GLÆNÝTT FRÁ DANIEL WELLINGTON -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    3. October 2019

    Þetta er næs :)