Ég bloggaði um svo brjálaðslega fína skó frá Ecco sem ég rakst á flugvellinum í Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu sem ég slefaði örlítið yfir. Ég þá þegar ég lenti á Íslandi datt inní Smáralindina og fann þá ekki.
Seinna hafði skómarkaðsdrottningin fagra Brynja Dan samband við mig og var svo dýrleg að bjóða mér góðan (hún sagði góðan en hann var geggjaður, ef ég fæ að skjóta inní. Heppinn ég) díl á skónum ef mig langaði í þá. TURNS OUT, þeir voru til í allri sinni dýrð í Ecco búðinni í Kringlunni! Ég, eins og lítill krakki mætti sveittur í íþróttafötunum eftir spinning (sorry aftur Brynja ef þú ert að lesa) og keypti mér BÆÐI pörin, stóðst hreinlega ekki mátið.
Ég er á Seyðisfirði í snjóbyl svo ég tek almennilegri myndir við tækifæri, en hér eru þó pörin fínu:
Ecco Intrinsic heita þessir og þeir eru þæginlegustu skór veraldar, á eftir þessum hérna fyrir neðan.
Finnst enn svo hellað að ég eigi þá.
Þessir neðri eru enn til samkvæmt heimildum mínum, örfá pör en þau fengu mjög takmarkað magn af þeim. Ecco Kringlunni people, very good. Þeir rjúka út eins og heitar lummur
Skrifa Innlegg