fbpx

MITT FYRSTA MÁLVERK – EFTIR VERU HILMARS

DANMÖRKHOMEINTERIOR

Ég er orðinn svo fullorðinn y’all. Í sumar keypti ég mér minn fyrsta skúlptúr í Berlín, og nýlega keypti ég mér mitt fyrsta málverk.

Vera Hilmars er svo innilega hæfileikarík og ég er mikill aðdáandi verkanna hennar, sem listamaður og manneskja því mér finnst hún stórkostleg, og mér finnst ógeðslega gaman að eiga svona sæta og hæfileikaríka vinkonu. Málverkið sem ég keypti er 100% ég og hefur í rauninni mikla þýðingu fyrir mig.

Processed with VSCO with a8 preset

screen-shot-2016-11-17-at-14-13-23

Þau sem þekkja mig (og kannski þið sem ekki þekkið mig ..) sjá hversu mikið þessi mynd er eins og ég. Ég er búinn að hafa málverkið á gólfinu, á mismunandi stöðum og ég er alltaf að breyta og mér finnst það henta furðulega vel. Ég mun kannski hengja það upp, en list og myndir á gólfinu er eitthvað sem ég er mikið að vinna með þessa dagana.

Ég hlakka til að safna fleiri verkum, ég vil helst synda í list í íbúðinni minni. Sem ég er BYYYY THE WAY búinn að gera upp, ég hlakka til að sýna ykkur.

Ég keypti málverkið sjálfur ef einhver er í vafa

H&M X KENZO - KAUP OG STÓRT SPURNINGAMERKI?

Skrifa Innlegg