fbpx

MEISTARAMÁNUÐURINN MINN.

Ég var spenntur þegar ég heyrði af meistaramánuðinum. Ég er þessi týpa sem byrja og er duglegur í ákveðinn tíma, en svo alltíeinu langar mig að vera latur og vittlaus. Ég rokkaði svona 5 mánuði á þessu ári, náði árangri og missti hann. Algjört vesen og að horfa tilbaka gerir mig hreinlega bara leiðan.

Í þetta skipti þá er enn eitt skiptið byrjað en nú hef ég fengið mér einkaþjálfara til að passa uppá mig. Einnig algjör plús að nú er meistara mánuður og fólk hvetur hvert annað áfram í þessu ferli sem mér þykir frábært.
Ég sat með sjálfum mér að skrifa niður hvað ég vildi fá útúr næstu mánuðum og auðvitað meistaramánuðinum. Þetta er auðvitað persónulegt en mér datt samt í hug að skrifa það hér niður og vonandi þá bara veita einhverjum öðrum innblástur á að gera eitthvað svipað.

Núna í ár eru þó margir hlutir sem ég hef tekið upp og tekið að mér sem hafa hjálpað mikið til að vera glaðari með tilveruna en þessi listi minn hjálpar mér bara að taka eitt skref í viðbót.

Hér er listinn minn: 

1. Skapa mína eigin gleði, spurja sjálfan mig hvað gerir mig ánægðan og framkvæma það. Njóta fallegu Kaupmannahöfn. Vera minn eigin gæfusmiður og reyna vera ánægður öllum stundum.

2. Fylgja matarprogramminu og ræktar programminu 110% og vera duglegri að drulla mér upp á fæturnar og framkvæma hlutina. Þó það sé ekki nema að vaska upp eða ganga frá þvotti. Mæta samviskusamlega í ræktina. Á alltof oft til að liggja bara og festa rætur þar sem ég ligg eða sit. No more!

3. Leggja allt hið neikvæða til hliðar og einbeita mér á því jákvæða. Sjá það góða í fólki og það fallega í því neikvæða og sleppa óskinni um betri fortíð og læra af mistökum, erfiðleikunum og fyrirgefa það sem mér þótti ófyrirgefanlegt.


4. Fara meira út í náttúruna og vera meira úti í staðinn fyrir að hanga alltaf inni og rólega kafna. Þá sérstaklega því umhverfið þar sem ég bý í er stórkostlegt! 


5. Lesa meira! Ég er með ótrúlega mikinn athyglisbrest og kemst kannski í gegnum 2 blaðsíður áður en ég er farinn að gera eitthvað allt annað eða hugsa um hvað ég ætti að gera á eftir eða á morgun. Þó það séu ekki bara nema blöð – en helst bækur. Það kemur auðvitað í staðin fyrir að hanga í tölvunni. 


6. Tala meira við fólkið sem er mér kærast. Skype er frábært fyrirbæri, taka frá tíma til að tala við fjölskylduna og vinina. Þau eru það sem skiptir mestu máli eftir allt saman. 


7. Vakna alltaf fyrir kl 10 á morgnana. Nýta daginn! 


8. Klára allt af, hætta að fresta hlutunum. Þeir skulu bara gerast í dag – ekki á morgun :) 


9. Passa mig að vera hreinskilinn við fólk (auðvitað alltaf á góðan & uppbyggjandi hátt.). Ég veit að þetta er ekki afsökun (samt svo) en þá er ég  í tvíbura stjörnumerkinu og það sem er algengt með þá að þeir koma með hvítar lygar til að komast frá hlutunum í staðin fyrir að segja bara eins og þeir eru. Einfaldlega neita en það er enginn áhugi en útskýra afhverju. Ekki segja já og standa svo ekki við það, hana nú! 


10. Hjóla meira, þó að ég sé duglegur að því! (jebb, stelst stundum í strætóinn) 


 11. Síðast en ekki síst, vera helmingi duglegri að blogga hér á Trendnet!
 
Það var ótrúlega gott að skrifa þetta niður. Nú er bara að taka upp pennann og handskrifa þetta og skella þessu uppá tómu veggina mín hérna í Kaupmannahöfn.


Vonandi áttuði ánægjulegan fimmtudag!

Einu sinni var ..

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Mamma

    4. October 2012

    Mikið líst mér vel á þessi fyrirheit hjá þér Helgi minn. Haltu áfram á sömu braut <3

  2. Rae

    4. October 2012

    You’re a Gemini. Lol. Me too. I need to start doing everything on this list as well. Haha.

  3. Gulla

    4. October 2012

    Go Helgi!!!!

  4. Auður Jónsd

    4. October 2012

    Svo gaman að skoða bloggið þitt :) Þetta er virkilega góður listi hjá þér !

    Kv. Auður

  5. Edda Oskars

    8. October 2012

    Mér lýst sjúklega vel á númer 6!!! go Helgi, farðu svo að skypa við tækifæri þarf að segja þér fréttir. xxx