fbpx

MEGA EINFALT – OF GOTT

MATURPERSONAL

Kæru lesendur, ég sökka ég veit. Ég er að verða kominn í gírinn aftur ..

Dagarnir mínir eru svo gott sem pakkaðir. Ég er nýbyrjaður að skipuleggja mig þannig að ég geti fengið allavega klukkutíma til að gera ekki neitt, eða blogga, eða liggja, eða horfa á einn þátt.

Ég eyði fullt af tíma í eldhúsinu, en í gær vissi ég að ég þyrfti að gera eitthvað fljótlegt, hollt og mjög gott. Ég bloggaði einu sinni um svipað, en þetta er bara fljótari útgáfan!

Hér er sú útkoma:
Processed with VSCOcam with f2 preset

Skál með fersku spínati og gróft, spelt og lífrænt kúskús.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fullt af avókadó, papriku & gúrku ofan á.

Processed with VSCOcam with f2 preset

 

Kjúklingur (ég notaði kjúklingaleggi) steiktur á pönnu, bæti svo 2 te-skeiðum af grænu pestó-i og undarrennu, leyfi að malla við lágan hita í 3 – 4 mín og helli öllu yfir skálina og hörfræ & graskersfræ í lokin.

Ýkt einfalt! Njótiði vel!

OUTFIT -

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Halla

    28. August 2014

    Helgi þú ert ótrúlega duglegur í eldhúsinu. Fallegt salat hjá þér. Ert eitt af mínum uppáhalds á Trendneti.

    • Helgi Omars

      28. August 2014

      Takk kæra Halla!! Þykir væntum kommentin þín – þau gleðja :)

  2. Hilma

    28. August 2014

    ummm – svo girnó hjá þér!!