Ég er kominn með nýtt lítið & sætt áhugamál sem er matarprepp.
Ég er endalaust að hugsa um hvað ég get eldað í stórum fjölda, hvernig get ég gert matinn geðveikt hollt, hvaða sósur eru sniðugar, hversskonar marenering er snilld og svo framvegis. Ég hef líka uppgötað hvað það er sjúklega þæginlegt að þurfa ekki að elda í 4 daga, þurfa bara ná í box og skella’ðí öbbann og njóta.
Ég mæli hiklaust með þessu! Sparar peninga & tíma!
Ég er kannski ekki búinn að vera neitt sjúklega duglegur að taka myndir af því sem ég er að gera, en hey, hér er þó smá!
Hakkabufff með 3% fitu með basiliku (ég er brjálaður í basiliku þessa dagana) engirfer, hvítlauk & chilli, með sætum kartöflum & broccoli. Þetta er algjört mumms.
Þetta er það sem fer í töskuna á morgana, ég borða reyndar ekki öll hrökkbrauðin, en kjúklingur & sætar með walden farms BBQ sósu (0% fita, caloríur, sykur) og sætar kartöflur, skyr, hrökkbrauð með túnfisk & kotasælu og epli.
Snilldar hádegismatur – egg, kjúklingur, spínat (notaði frosið), basilika, hvítlaukur & paprika.
Skella þessu í box og inní ísskáp! Ég keypti hjúts pakka með 17 boxum í ikea fyrir 27 krónur, eða rúmlega 500 krónur íslenskar.
Mæli með’essu!
Skrifa Innlegg