fbpx

MARGRÉTARVILLAN Í PENESTANAN –

INTERIORTRAVEL

Hæ vinir – nú er ég búinn að vera á Bali í yfir tvær vikur og þetta hefur að sjálfssögðu verið algjör forréttindi að vera hérna. Ég er þó að læra töluvert meira inná Bali en ég gerði áður. Síðast var ég miklu minna á sjálfu Bali, var bæði í Singrapore og á Gili eyjunum. Núna er ég bara í Bali og fengið að sjá töluvert meira. Í fyrra leigðum við ótrúlega einstakt hús í þorpi innan Ubud sem heitir Penestanan og umhverfið það var í raun allt sem við hefðum getað óskað okkur. Svo við vissum að vildum fara nákvæmlega þar aftur, sem við gerðum. Við ákváðum að leigja annað hús á sama svæði eftir sama arkitekt, sem við vorum svo heppnir að kynnast á meðan við vorum þarna. Húsið sem við vorum í áður heitir Villa Flora, en þetta fallega hús sem við vorum í núna heitir Villa Margrethe.

Hún heitir Alejandra og var algjörlega mögnuð. Hún átti algjörlega svona Eat Pray Love sögu og ég hlustaði dáleiddur á söguna hennar. Hún kom til Bali árið 2003 í frí og ákvað að mæta ekki í flugið sitt heim. Henni datt ekki til hugar að hún mundi nýta arkitektúrinn þegar hún ákvað að vera eftir í Balí, en hún byrjaði á að hanna og sauma og selja peysur til að eiga í sig og á, og hún leigði hús þar sem hún kynntist konu sem svo byrjaði að vinna fyrir Alejöndru. Hún átti lóð sem hún leigði Alejöndru sem er lóðin sem húsið sem við leigðum stendur á. Seinna meir bættust hús við og núna á hún stútfullt af kúnnum og bók um arkitektúrinn hennar.

Við erum sammála um að við hefðum getað flutt þangað. Ég get ekki alveg útskýrt hvernig þetta var, en það var algjörlega einstakt að vera þarna. Eftirá fórum við til Canggu og það er í fyrsta skipti sem við fórum til Canggu. Það var fínt, en það er mjög erfitt að toppa Penestanan, jú eða vera nálægt því.

Hér var borðaður morgunmatur á morgnana á slaginu 08:00 – Made og Made vöktu okkur yfirleitt þessum geggjuðum orðum “okaaii breakfast readyyy” en þær mættu á morgnana og gerðu geggjaðan morgunmat handa okkur.

Alveg bilaðslega mikið af öllum efnum er endurnýtt í húsunum hennar Alejöndru. Þessir veggir eru gamlir veggir frá húsum á eyjunni Java.

Efri hæðin, tvær mjög sætar svalir sem var mikið kúrað. Við sváfum úti á svölunum hægramegin því gekkó eðlan var beint fyrir ofan rúmið okkar og hún bókstaflega gargaði kl 04:30 um nóttina, svo við færðum okkur út. Ég kunni ekki við að fara rífa mig eitthvað við hana svona seint um nótt. Annars var það aðeins þessi tvö skipti. Ég kann vel að meta þessa ekkó eðlu sem fylgir húsinu.

Einn yndislegasti maður í heimi, Jampi kom og nuddaði okkur nokkrum sinnum á meðan við gistum. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og mögulega besta nudd sem ég hef fengið. Ef þið eruð á Bali eða eruð að fara, þá mæli ég með honum. Hann mætir í hús og hótel í Ubud – sendið mér bara á Instagram og ég læt ykkur hafa Whatsapp númerið hans!

Fiðrildin voru líka miklir vinir okkar, þau eru eitthvað svo forvitin og krúttleg.

Sundlaugin okkar sem fylgir húsinu og svo húsið – get ekki lýst því hvað ég elska þetta!

Hér var líka oft sofið. Það er bilað hversu afslappaður maður var.

Næst á planinu, byggja hús í Penistanan!

BALI FYRIR SÁLINA -

Skrifa Innlegg