Helgi Ómars

MÁNUDAGS-ÁNÆGJA.

DANMÖRKNEW INPERSONALSTYLE

Ég finn alltaf fyrir mánudögum, því helgarnar eru svo góðar og ljúfar. En þessi mánudagur var fínn – vann vel og lengi, fundaði vel og lengi, borðaði sorglega mikið (af hnetum og gulrótum), fór í Crossfit .. og þegar ég kom heim beið mín glaðningur frá hinum helmingnum mínum. En hann hafði lesið bloggið sem ég bloggaði í gær oooog, elsku maðurinn, keypti handa mér fallega bolinn sem ég óskaði mér. Zara í Kaupmannahöfn, á það til að panta ekkert inn sem er flott, svo hann keypti handa mér aðeins meira til að bæta upp fyrir hinar tvær flíkurnar. Eins og ég sagði, elsku hjartans maðurinn. Hann kann að birta upp mánudagana, sérstaklega þennan.

Hér eru gripirnir;

1 1

Ég – ELSKA – þessa flík.

1 3

Svo gaman!

Þið verðið að afsaka grobbið, en þetta er ótrúlega ánægjulegt.

Vonandi áttu þið góðan mánudag xx

Kveðja maðurinn sem hugsaði “ég þarf að fara sofa” þegar hann sá að klukkan var 10:40.

ÖRVÆNTING & EYÐILAGT MANNORÐ - A&F NÚ Í PLUS SIZE

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Reykjavík Fashion Journal

    11. November 2013

    Get ég ekki fengið hann Kasper til að ræða aðeins við minn mann um leiðir til að lífga uppá mánudagana mína ;) Þú ert æði***