fbpx

LÍFIÐ & BREYTINGAR

PERSONAL

Halló vinir!

Ég var að staðfesta mjög spennandi breytingar með vinnunni minni, en ég fundaði með yfirmanninum mínum varðandi svona framtíðina hjá fyrirtækinu. Mér hefur verið boðið allskonar í gegnum tíðina, hvort svo sem það sé að vinna í höfuðstöðvunum í París eða verða sjálfur agent. Það hefur margt verið í boði, en ég finn það svo sterkt í hjartanu að mig langar ekki að gera neitt nema vera glaður. Ef þú hefðir sagt Helga fyrir 10 árum að hann mundi neita því sem ég hef neitað þá hefði ég aldrei trúað því, ekki í eina sekúndu. En ég finn bara hvað mig langar að geta verið nær fjölskyldunni, átt hund og bara eiga nóg af plássi til að rækta allt sem mig langar að rækta. Frami fyrir mér er ekki lengur eitthvað sem ég elti, heldur bara lífsgæði og mér finnst ég eiga svo meira en nóg af lífsgæðum.

Við tókum semsagt ákvörðun um að ég mundi fara vinna 50% í staðinn fyrir 100% og þá vinn ég eina viku og vinn svo að mínum eigin verkefnum aðra vikuna. Mér finnst þetta skrýtin en samt svo spennandi þróun. Ég er búinn að vera í gjörsamlega kleinu bara svona andlega, sem ég hef ekki verið í lengi. Sem er samt bara eðlilegt, en alveg ótrúlega spennandi og það besta við þetta allt saman að ég get komið meira heim til Íslands.

Þegar öllu er á botni hvolft eða hvolfi bolt, þá er ég bara bilaðslega spenntur. Ég hlakka til að sjá hvað þessar breytingar eiga eftir að kenna mér og gefa mér OOOOG taka af mér. Það er allskonar, lífið er allskonar.

Heyrumst!

Peysa: COS
Buxur: Nike
Skór: Valentino

@helgiomarsson 

NÝJASTA SAMSTARF 66NORÐUR MEÐ:

Skrifa Innlegg