fbpx

LÍFIÐ MITT MEÐ ADHD –

PERSONALTHOUGHTS

sifshootSMALL

Það er búið að blunda aðeins í mér hvort ég ætti að setjast og skrifa niður þær breytingar sem ég hef verið að ganga í gegnum síðustu mánuði. Mér finnst eins og ég sé að fara aðeins of persónulegt í málin, en hey ..

Ég hef í gegnum tíðina ekki verið reglulegsti einstaklingur í heiminum. Ef ég horfi alveg lengst aftur, þá var ég krakkinn sem ekki fylgdist með í kennslustundum, ég horfði útum gluggann, ég krotaði í bækurnar mínar, og var því miður þekktur sem krakkinn sem truflaði í tímum. Ég var alveg vissum að þetta var hreinlega bara áhugaleysi á viðfangsefni eða ímyndunaraflið mitt að trufla. Ég var alltaf að fá flugur og hugmyndir í hausinn. Þegar ég lærði heima varð sjónvarpið helst að vera í gangi og einnig tónlist, mamma skildi þetta ekki, en jú sá að það virkaði ágætlega.

Ég allavega sættist bara við týpuna sem ég var, fókuseraði á það sem vakti áhuga minn, og skildi eftir það sem ég fílaði ekki. Ég hef alltaf þurft að vera meðvitaður um andlega líðan mína, en ég hef farið upp og niður eins og línurit síðan ég varð unglingur, og hafði aldrei lagt það á mig að þekkja tilfinningar mínar eða sjálfan mig, ég sigldi bara með straumnum. Ég vandi mig á slæman vana, þar sem ég gerði allt á síðustu stundu, ég skilaði ekki af mér verkefnum, ég reyndi að komast undan hlutum, ég frestaði öllu sem ég gerði, og ég skapaði mér því miður ekki nógu tryggt mannorð. Aftur, ég hélt að svona væri ég bara, sætti mig við það, ég vissi ekki hvað ég gæti annað gert en að vera meðvitaður um mistökin sem ég gerði. Sem eins og þið getið ímyndað ykkur, var ekki gott fyrir sálina. Andlegt niðurbrjót varð partur af daglegri rútínu.

Í byrjun síðasta árs var þetta farið að ágerast á þann hátt að ég var orðinn hræddur. Eftir öll þessi ár að sigla með þessum leiðinlega straum fann ég að þetta var farið að hafa virkilega skaðandi áhrif á mig. Ég upplifði þetta svolítið eins og hvirfilbyl sem skall á mig og ég þurfti bara að grúfa mig niður og bíða eftir að storminum linnti, því mér fannst ég ekki getað stjórnað neinu sjálfur. Á meðan storminum stóð varð ég leiður, uppstökkur og ósanngjarn, við aðra og sjálfan mig.

Ég á minn lífsþjálfara, sem ég leitaði til. Með henni ég fór yfir allt saman og þar hún sagði mér að þessi vanlíðan hefur mögulega eitthvað með ADHD að gera. Ég vissi svosem alveg að ég væri með athyglisbrest en ég pældi ekkert í því. Ég var búinn að sætta mig við að ég detti út stundum, að ég geti ekki lesið bók, að ég geri hluti á síðustu stundu og svo framvegis. Hún setti mig í samband við stórkostlega manneskju sem sjálf er með ADHD. Sú manneskja var svo góð að hjálpa mér og opnaði augu mín fyrir því, hvað þetta í rauninni var og kom í ljós, að þetta passaði allt við mig.

Það var farið að brenna svolítið í mér að ég þyrfti að láta kanna þetta, fara í greiningu, fá einhversskonar aðstoð. Geðlæknir var í rauninni það eina sem ég gat sótt í þessum aðstæðum. Ég eyddi mörgum vikum, ef ekki mánuði að hringja á morgnana þegar var opið fyrir símasamtöl. Ekkert gekk, engir tímar í boði fyrren eftir 6 til 7 mánuði, og hjá mörgum ár alveg uppí þrjú ár. Þegar næsti “hvirfilbylur” reið yfir vissi ég að ég gæti ekki meira, ekki með allar þessar nýju upplýsingar. Ég tók þá ákvörðun að skrifa niður heimilisföng læknastofa, og labba á milli stofana, banka á hurðir, og krefjast aðstoðar. Ég veit, það poppar örugglega “djöfull er hann klikkaður” uppí kollinn á einhverjum, en ég hugsaði nákvæmlega það sama. Það bakkaði mig upp með hugsa að þessir læknar díla við geðsjúklinga á hverjum degi, afhverju ekki að haga sér eins og einn slíkur?

Þetta gekk eins og í sögu, eftir að hafa fengið synjun frá nokkrum læknum var ein góð kona sem bauðst til að aðstoða mig, þið getið þó ímyndað ykkur að þarna var ég orðinn mjög desperate og órólegur.

Ég fékk tíma hjá lækni, fór í greiningaferli, og kemur í ljós – að ég er með ADHD, athyglisbrest og ofvirkni.

Ég fékk lyf til að hjálpa mér, til að koma huganum í ró og fá einbeitingu og ég hef grátið úr ánægju á því tímabili. Kannski dramatískt að segja það, en mér finnst eins og ég hafi öðlast fullt af nýjum lífsgæðum. Fókus og einbeiting er eitthvað sem fólk má vera virkilega ánægt með að hafa, þetta er sterkt og mikilvægt fyrirbæri. Ég sinni vinnunni og verkefnum betur, skipulaginu mínu, ég nýti dagana mína betur, ég er glaðari, og finnst í fyrsta skipti í mörg ár eins og ég geti alveg náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér. Áður fyrr fannst mér eins og þau væru mjög óraunhæf.

Lífið með ADHD tekur stundum á, að geta ekki sofnað nema hafa eitthvað hljóð, skjá eða sjónvarp til að svæfa mig. Gleyma hlutum útum allar tryssur, gleyma mér í samtölum, geta ekki lesið bækur, meira segja gleyma næsta orði sem ég ætla að segja. Þetta er þó ekkert sem ég hef stjórn á, allavega ekki góða. Svona virkar einfaldlega minn heili og ég hef oft heyrt að þetta sé eitthvað tabú. Að eitthvað sé að mér. Það er ekkert minna að mér en að ef ég væri með lélega sjón, eða lélega heyrn. Þau sem sjá illa fá gleraugu og aðrir sem heyra illa fá heyrnatæki. Ég þarf líka aðstoð og ég vona að aðrir sem eru með ADHD þurfa ekki að bíða til 23 ára aldurs til að fá aðstoð. Ef ég hugsa tilbaka þá hefði ég eflaust ekki hætt í Menntaskóla, eða gefist upp í prófunum mínum, bókum sem mig langaði að lesa, eða svindlað á samræmduprófunum hefði einhver kennari sagt mér eða foreldrum mínum að ég væri kannski með ADHD og hefði þá fengið hjálp. Ég var bara vandræðagemsinn sem truflaði í tímum.

Í REYKJAVÍK MAKE-UP JOURNAL -

Skrifa Innlegg

24 Skilaboð

 1. Hildur Ragnars

  15. February 2015

  Ánægð með þig. Takk fyrir að deila með okkur hinum. Það er magnað hvað þetta virðist enþá vera hálfgert tabú. Þetta vonandi opnar umræðuna Meira og ég er viss um að þetta hjálpar öðrum ❤️

 2. Sara

  15. February 2015

  Frábært hjá þér að deila þessu! Átt alveg pottþétt eftir að hjálpa fult af fólki með þessum skrifum. P.s. mér finnst þú alveg ótrúlega hugrakkur að hafa gengið á milli lækna og leitað eftir aðstoð eftir að hafa fengið neitun í gegnum síma. Margir hefðu nú bara skriðið undir sæng og haldið áfram að líða illa. Áfram þú! :)

 3. Anonymous

  15. February 2015

  Frábær lýsing á þessum sjúkdómi, vel gert og flott hjá þér að vera svona hugrakkur. :)

 4. Sigrún Ólöf Sigurðardóttir

  15. February 2015

  Flott hjá þér , er sjálf með adhd þetta er stór pakki en getum alveg tæklað þetta ,,,,,erum frábær :)

 5. Baldvin Daði

  15. February 2015

  Flott grein, þetta er gjösamlega copy paste af því sem ég hef gengið í gegnum og er að ganga í gegnum núna með geðlækna biðina.

 6. Svandís

  15. February 2015

  Takk fyrir að deila þessu, svona vinnum við á fordómum, vildi að fleiri tækju þau skref sem þú hefur tekið. Gangi þér vel!

 7. Jósef

  15. February 2015

  Þú ert sterkur og hugaður ungur maður Helgi, og gott hjá þér að upplýsa og e.t.v. hjálpa öðrum að fá hjálp.

 8. Theodóra Mjöll

  15. February 2015

  Æ, þú ert bara svo fallegur að innan sem utan.
  Ég er alveg viss um að þetta eigi eftir að opna augu margra því það eru allt of margir sem kljást við ADHD án þess að vita það eða spá í því ***

 9. Nafnlaus

  16. February 2015

  Gaman að lesa svona og fá nánast staðfest hvernig maður er sjálfur, 28 ára gamall í dag og ekki þorað að fara í greiningu. kanski að þetta hjálpi manni að fara af stað og reina að komast inn hjá eithverjum lækni og reina fá smá hugarró. hvernig getur maður snúið sér í þessu öllu saman kann ekki einu sinni að byrja að koma mér af stað

  • NN

   17. February 2015

   Pantaðu viðtal hjá greiningarteyminu fyrir fullorðna með ADHD á Landspítalnum
   svavav@landspitali.is eða í síma 543 4088

   • Vilhjálmur Hjálmarsson

    19. March 2015

    Betra að gera það í gegnum heimilislækni eða geðlækni. Beiðni verður að koma í gengum lækni þar sem svar frá teyminu getur t.d. falist í tilvísun á úrræði sem læknir þarf að fylgja eftir ;-)

 10. Elísabet Gunnars

  16. February 2015

  Þessi póstur sýnir alla þína kosti og metnað fyrir því að ÆTLA … og það er kostur sem við eigum ekki öll til hjá okkur. Frábært að þú hafir labbað á milli lækna til að fá hjálpina sem þú leitaðir eftir. Áfram þú flotti maður !! xx

 11. Einar Ragnar

  16. February 2015

  Það mætti halda að þú hafir verið að lýsa mínu lifi,það tók mig smá tíma að fá hjálp en èg hætti ekki fyrren það tókst.Èg er hrikalega ánægður með þig því èg veit hversu erfitt þetta getur verið.

 12. Adam

  16. February 2015

  Flott skrif hjá þér vinur ég fór sjálfur í greiningu fyrir jól og er nuna að stilla lyfin af og orðinn 34 og mikið hlakkar mig til þegar allt er komið einsog það á að vera því eins og þu skrifaðir þa var þetta ekki auðvelt og að vera krakki/unglingur/fullorðinn með ADHD er rosalega erfitt og maður upplifir sig heimskan og allt það sem maður finnur að hja ser en eitt sinn las eg að fólk með ADHD er með hæri greindarvísitölu en aðrir veit ekki hvað er til í því en eg huggaði mig soldið við þessi orð hehe en gangi þer vel vinur :)

 13. Edit Ómars

  16. February 2015

  Kannast of mikið við allt af þessu! Hrikalega óþægileg tilfinning og mikil vanlíðan sem fylgir þessu. Takk fyrir að deila þessu Helgi! :)

 14. Kristín

  17. February 2015

  Takk!!!! fyrir frábæran pistil, sem vonandi opnar augu margra um von til að leita sér hjálpar.. Mæli með greiningarteymi fyrir fullorðna með adhd á Landspítalanum… ég fór í gegnum það teymi, kostaði brotabrot af því sem það kostar hjá geðlæknum útí bæ og fékk mína greiningu um viku eftir viðtöl… Fór á lyf og þvilíkur munur… Hafði verið á þunglyndis og kvíðalyfjum í hátt í 15 ár, en eftir að Concerta kom við sögu, þá hef ég ekki þurft að þau lyf… Sem segir mér.. að ég var aldrei þunglynd, og var ranglega greind!
  Við adhd fólk – börn og fullorðnir erum frábær alveg eins og við erum.. kraftmikil hugmyndarík og fjörug…
  Þið sem hafði grun um að þetta sé að… Drífið ykkur að hringja inná geðsvið lansans og biðja um viðtöl …….

 15. Þórir bergsson

  17. February 2015

  Frábær pistill, hvaða lyf fórstu á og hefurðu ekki fundið fyrir neinum aukaverkum? Hef lesið akkurat bæði jákvæða hluti og neikvæða um athyglisbrestarlyf. Kveðja einn 22 með bullandi athyglisbrest sem hefur aldrei prófað nein lyf við því.

 16. nafnlaus

  17. February 2015

  Frábært hjá þér að koma þessu frá þér til okkar hinna. Á son sem er 16 ára hann fékk hjálp og lyf 6 ára en er samt enn með sömu takta og þú að sofna ekki nema eitthvað sé á fullu í tölvunni, með allt á hæðsta þegar hann lærir og ég auðvitað naggandi út af þessu – NÚ HÆTTI ég því og skil þetta betur :) takk fyrir það og gamngi þér vel!

 17. Líneik Lazare

  17. February 2015

  Þú ert svo flottur ungur maður, Vá hvað maður fyllist stolti af þér að hafa farið og leitað þér aðstoðar. Það eru ekki allir sem treysta sér til þess. Haltu áfram að vera svona æðislegur eins og þú ert!

 18. Andrea Sólveigardóttir

  18. February 2015

  Núna ert þú búin að lýsa kærasta mínum frá a-ö! Mikið vildi ég óska þess að það væru svona námskeið eða fyrirlestrar fyrir aðstandendur til þess að setja sig spor þeirra sem glýma við þetta sama vandamál. Ég myndi allavegana fá mikið út úr því að fá einhverja upplifun á þessu til þess að sýna meiri skilning :)

  Frábær skrif

  – Andrea Sólveigardóttir

 19. Mýa Ýrr

  19. February 2015

  Það er eins og ég hafi sjálf skrifað þennan pistil, enda nýkomin með greiningu sjálf. Enginn hefur skilið mig af hverju ég get ekki sofnað án þess að að hafa eitthvað hljóð á nema fólk með ADHD sjálft

 20. Halla

  20. February 2015

  Dásamlegur Helgi.

 21. Andri

  24. February 2015

  Ég er með adhd það virkar að borða hollan og góðan mat þá nærðu betri einbeitingu ég þarf ekki að taka lyfin mín ef ég borða rétt.