fbpx

LIFE UPDATE –

PERSONAL

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að byrja þetta blogg. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um að þetta ár er alveg að klárast og djöfulsins ride sem þetta ár hefur verið. Án efa, að öllu leyti, aðeins of miki meira segja, lærdómsríkasta ár í lífi mínu hingað til. Það er magnað að fá að læra svona mikið inná sjálfan sig og lífið eins og það leggur sig, en stundum vakna ég og hugsa að mig langar ekki að læra neeeeiitttt í dag, ekki átta mig á neinu eða spá í neinu. Bara baða mig í óvitundinni. Ég er samt svo ótrúlega stoltur af sjálfum mér sem er yndisleg tilfinning. Mér tókst í raun allt sem ég ætlaði mér, þó að ég áttaði mig kannski ekki á því í augnablikinu. Ég ætlaði að heila mig í döðlur úr þessu rugli (æ já, fokking rugli) sem gekk á í Kaupmannahöfn. Ég er stoltur af því að hafa staðið í sannleikanum mínum þrátt fyrir að hafa efað hann aðra hverja mínútu í marga mánuði. Með því að hafa opnað mig um andlegt ofbeldi þá hefur mér tekist að hjálpa öðrum að vakna og sjá skýrar og það er það sem gerir þetta allt þess virði.

Þegar við lendum í krefjandi verkefnum finnst mér ljósið alltaf tilhugsuninn að sársaukinn okkar gæti hjálpað öðrum, þá verður hann þess virði. Ef þið hafið hlustað eitthvað á Helgaspjallið þá er þráðurinn alltaf sá sami, að standa með sjálfum sér, hlusta á innsæið sitt og vinna í sjálfum sér. Hægt og rólega er ég að sjá að það er ekkert mikilvægara í þessu lífi. Það breytir öllu – svo ég hvet ykkur til að skoða árið sem er að líða, og skoða næsta. Hvað vil ég, hver er ég, hvað lætur mér líða vel og hvað drífur mig áfram og fylgið því. Ég lofa að það eru töfrar í myrkrinu ef við vinnum vel með því.

Mig langaði að stökkva inn og skrifa niður nokkur orð og ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Trendnet lesendur, Helgaspjalls-hlustendur, takk fyrir mig!

Farið varlega í jólatraffíkinni –

@helgiomarsson

HÖRÐU PAKKARNIR FRÁ ELKO - ÓSKALISTI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1