Æ ég er búinn að sakna Trendnet smá, ég viðurkenni það. Þið sem hafið lesið fyrri blogg hjá mér, þá hélt ég í litla Tælandsreisu með besta vini mínum Palla. Við vorum með snapchattið thaiboywhiteboy í ferðinni og héldum smá ferðabloggi þar og munum halda áfram að nota það. Við erum semsagt komnir fyrr en planið var og ég hef fengið mikið af spurningum varðandi það og vinir okkar hafa einnig fengið spurningar hvað gerðist og afhverju. Hvort við séum hættir að vera vinir, hvort það var útaf rifrildi eða hvað það nú var.
Við vöknuðum einn morguninn á eyjunni fallegu Koh Tao og fórum niðrí morgunmat, og við hreinlega fengum báðir tilfinningu í magann. Einhversskonar skynsemistilfinningu held ég, þar sem við ræddum hvort við ættum að halda áfram eða ekki. Við áttum eftir eyjuna Koh Lanta, Krabi, Koh Phi Phi og Bangkok. Þennan ágæta morgun ákváðum við að kaupa far heim eftir fimm daga og fara beint til Bangkok, þar sem við heimsóttum ættleiðingarheimili Palla sem hann ólst upp í fyrstu fjögur ár lífs síns, sem var gjörsamlega stórkostleg upplifun. Við erum rosalega ánægðir með ákvörðunina, og ég fann það að ég saknaði Danmerkur. Það var svo ótrúlega mikið að gerast áður en ég fór að ég held ég hafi verið með helling í undirmeðvitundinni á meðan ferðalaginu stóð.
Annars er ég búinn að vera heima í tæpa viku og beið mín glæný íbúð sem ég hlakka mikið til að sýna ykkur. Kasper tók allt gjörsamlega í gegn í nýju íbúðinni. Hann reyndar henti sófanum okkar sem mér þótti ótrúlega vænt um, en hann er alveg pikkfastur á því að hann var of stór og klunnalegur fyrir íbúðina okkar. Það voru ýmsar hugmyndir framkvæmdar og ég er ótrúlega glaður og ánægður með þetta allt saman!
Ég er að koma mér í blogggírinn! Fylgist með x
Skrifa Innlegg