fbpx

KOH LIPE – MALDÍVUEYJAR TÆLANDS OG PARADÍS

TRAVEL

Vinkona mín og samstarfskonan mín, Helena, gat ekki mælt meira með að heimsækja Koh Lipe, er pínu lítil eyja syðst á Tælandi, eiginlega sniffandi eyrað á Malasíu. Svo mældi hún einnig með resorti sem heitir Castaway Resort. Ekki my first pick, miðað við Booking.com EN engu að síður, við skelltum okkur á það. Það kostaði sitt, sérstaklega í high season, en ef einhverjum ætti að treysta, þá er það Helena.

Við áttum stór-kostlega átta daga á Koh Lipe. Eyjan er pínu lítil og hlýleg og þæginleg og autentísk (allavega okkar svæði, það var walking street þarna sem var pínu touristy), sjórinn var kkkkrrrrristaltær, gegnsær næstum því, með nemó svamlandi í nemó húsunum aðeins nokkrum metrum frá ströndinni. Æ ég veit ekki hvað það var, einhver tilfinning bara. Smábæjarstrákurinn ég fann mig eflaust på plads á svona litlum sætum stað.

Resortið var einnig æði, fáranlega kósý, homie, hippie stemning, geggjaður matur, mjööög eco. Lítið um internet og rafmagn og ískalt vatn og heitt vatn. En það truflaði eiginlega ekki, því maður datt strax í einhvern gír. Reyndar var smá moskítóvesen, en hey, ég er í Tælandi.

t32

Útsýnið úr fyrra bungalowinum okkar var alls ekki slæmt. En við fluttum seinna í bungalowinn sem gaurinn í bláu stuttbuxunum er beint fyrir framan. Beach Front baby ..
Annars var ég að taka eftir rauða blettinum hjá hælnum mínum og já, þetta er pottþétt moskítóbit.

t20

Hafið var bara svo brjálaðslega næs, ef dökku blettirnir eru bara svona coral reefs, þar sem maður snorkaði bara yfir og heilsaði uppá Nemo og co ..

t27

Ömurlegur dagur ..

t25

Þessi prins

t30

Fæ alveg smá svona kipp í ferðalagshjartað. Þetta var svooo næs.

t23 Við vorum semsagt með tvö hengirúm á pallinum okkar og shit hvað þau voru ekki lítið notuð. Það er einnig svolítið skemmtileg saga á bakvið þessi hengirúm, meira um það seinna!

t29

t28

Mig minnir að þetta hafi verið beint eftir morgunmat kl 09:00, svona, ííí alvöru samt. Í Danmörku leggst ég vanalega aftur uppí rúm eftir morgunmat til að koma í mér hita fyrir daginn.

Fylgist með á instagram: @helgiomarsson

ÉG ER Í BANGKOK - MYNDIR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Halla

    15. February 2017

    Takk fyrir fallegar myndir