Kári er semsagt nafnið á jakkanum mínum sem ég er í sem ég er svo óskaplega ánægður með. Ég fór um daginn niðrí 66°Norður og til að kaupa regnjakka handa mömmu minni í mæðragjöf. Ég átti gjafabréf inni hjá fyrirtækinu svo ég ákvað að nýta það OG gott meira en það, ég náði að dekka regnjakka handa sjálfum mér, sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að nota OOOOG svona stórglæsilegan hlaupajakka, sem heitir eins og áður kom fram, Kári. Ég var svo ótrúlega hrifinn af þessi svona lúmskt sifraðri áferð OG ég var búinn að lofa sjálfum mér að verða hlaupagarpur, sem gengur ágætlega svona til að skjóta því inn. Annars tók ég jakkann í XL, svo ég geti verið kúl hlaupari og fannst hann koma frekar kúl opinn í hversdags look.
Svo var líka svo fallegt blossom (útskýrir titilinn á blogginu) (kann ekki orðið á íslensku, útsprúngi?) á fínu trjánum hérna í Köben. Allt voða fínt!
Áferðin á jakkanum sést vel þarna, good ja?
.. ooooooog ég & Kristín deildum ís, því maður gerir svoleiðis þegar það er Ben & Jerry’s ísbás.
Eigið góða helgi y’aaaaall!!!
Skrifa Innlegg