fbpx

JULE FROKOST ELITE MODEL MANAGEMENT.

ACTIVITYDANMÖRKPERSONALWORK

Á föstudaginn fór ég á minn fyrsta julefrokost með vinnunni. Ég var ótrúlega spenntur að fara á minn fyrsta julefrokost því þeir eru ótrúlega vinsælir hér. Ég man í fyrra, þá fór Kasper í örugglega 4 á meðan ég sat heima og boraði í nefið. Ætli það sé ekki eins og jólablaðborðin heima, nema hér gera vinirnir, skólafélagarnir, vinnurnar, saumaklúbburinn julefrokost, svo það er algengt að einn valinn Dani fari í nokkur stykki. Ég skil ennþá ekki afhverju þetta heitir jule-frokost, því frokost þýðir hádegismatur, truflar mig heimskulega mikið.

Vanarlega er borðaður jólamatur eins og hann gerist bestur, sem ég var eiginlega búinn að hlakka ótrúlega mikið til. Mig langaði alveg að kjamsa á purusteik og upplifa allt bongóið með dönskum stíl. En Elite Model Management þarf að vera svo grand á því að við fórum bara á svaka veitingastað þar sem kampavínið kostaði meira en leigan mín og maturinn meira en viku innkaupin mín. Hörpuskel, hrár fiskur, svínakjöt og nautakjót (Helgi að blóðmjólka) – ótrúlega góður matur, góður félagsskapur & generalt gott kvöld.

Ég er búinn að vera svaka edrú síðustu mánuði og haldið mér mikið frá djammheiminum – líður ótrúlega vel með það. Mætti truflandi saddur og ánægður heim kl 00:30 á meðan hinir héldu áfram gleðinni.

foto 1

Við byrjuðum kvöldið á að bjóða öllum módelunum okkar uppá skrifstofu í Jólaglögg með öllu tilheyrandi.
Camilla, að bjóða uppá Ris a la Mande

foto 2

Thue bókari, Julia Rode fyrirsæta og Munir director á skrifstofunni og Josefine Nielsen fyrirsæta.

foto 4

Ég & Jose

foto 5

New faces stelpurnar okkar Asta & Rosa.

foto 3

Ég var nýbúinn að hneppa upp eftir þvaglosun – þess vegna er skyrtan svona að neðan, do not judge.

foto 1

Yndislega samstarfsfólkið mitt.

foto 5

Ég semsagt pantaði 4 rétti – því það var mælt með því.

foto 4

Gaman!

Var í skóm frá Acne
Chino buxur: WHYRED
Skyrta: H&M
Bindi: Boss

GÆRDAGURINN.

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    9. December 2013

    Hahaha – skemmtilegur póstur. Greinilega góð kvöldstund :) xx