Ef það er eitthvað sem heldur mér og kæró gangandi í lífinu í Danmörku, það er að brjóta upp hverdaginn og hafa eitthvað til að hlakka til. Lítið frí, stór ferðalög, skiptir engu máli. Breytir öllu, við erum báðir í tvíburamerkinu svo þið getið rétt ímyndað ykkur. Ég sakna ótrúlega að búa á Íslandi, og ég fæ alltaf svona “æ þetta er geggjað” þegar ég sé fólk labba Esjuna í tíma og ótíma. Ég hef ekki einu sinni gert það, en ég get ímyndað mér að það sé geggjað. Ég er Íslendingur og sveitastrákur, svo borgarlífið hentar mér ágætlega, ef ég kemst í náttúru reglulega.
Allavega, við fórum til Jótlands á dögunum að heimsækja tengdó og njóta –
Streetfood í Aarhus – þar finnur maður heimsins bestu ostakökur og til hægri Cremé Bruleé Donut. Ostakana var geggjuð en dónuttinn ekki alveg nógu góður –
Danskar tartalettur, kæróinn er alveg vittlaus í þetta og er afar stoltur af þessari dönsku kúsínu. Ég var ekki eins hrifinn, enda vanur íslenskum GÚRMEY heitum réttum, yas.
Mexíkóskar tacos & víetnamskt kjúklingasalat, bæði einum fokk of omg gott.
Komnir á hótel í úthverfi Silkiborgar ..
Sem var drullu næs ..
Svaka skúlptúr
Þetta var pínu krúttlegt, þetta var bara útí rassi, en þetta var svona svæði með túlípönum sem maður svo týndi sjálfur og lagði svo bara inná svona AUR app. Þarna er engin manneskja að fylgjast með, heldur bara stólað á að fólk sé heiðarlegt og vilji skapa gott karma –
Og ég gerði svona handa ömmu hans kæró ..
Hundurinn hans kæró sem heitir Max, og er svo einum of sætur og frábær og ég er gjörsamlega vittlaus í hann.
Skrifa Innlegg