fbpx

JÓLIN Á SEYÐISFIRÐI

HOMEÍSLANDPERSONALSEYÐISFJÖRÐUR

Mér þykir pínu skrýtið að jólin eru bráðum búin, eða þið vitið, þannig séð, of stutt í nýja árið og það þýðir Danmörk eftir smá líka! Ég veit ekki hvort ég muni nokkurntíman þroskast uppúr því að snúa sólahringnum við og missa stjórn á mataræðinu. Ég er örlítið betri en í fyrra samt, ég vaknaði klukkan 11 í morgun, og sofnaði kl 05:00, útaf óútskýranlegum ástæðum.

Ég sem hélt að árið var ekki búið að taka mig nógu mikið í þurrt þá gerðist eftirfarandi: Ég fékk pest sem heitir hiti og hor, ég fékk bólur, eina bakvið eyrað, nokkrar á ennið, tvær á hendurnar, og eflaust einhversstaðar annarstaðar, og húðin fór almennt í fokk. Það er komið almennt á hreint að ég er orðinn vanur vatni sem er 50% kalk, Danaveldið góða kæra fólk.

JÆJA, þó að ég sé enn örlítið bitur þá er þetta búið að vera dásamlegur tími, það er í alvöru ekkert betra en að vera með fjölskyldunni og fá að slappa af. Dagný systir eignaðist sitt annað barn þann 1 desember og að fá að vera með stelpunum hennar tveimur og kynnast þeim betur er bara bara best í heimi.

j1

Um leið og ég lenti fór ég beinustu leið til Dagnýjar systur og fékk að hitta nýjasta fjölskyldumeðliminn, að öllu leyti fullkomin lítil stelpa.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Seyðisfjörður er svo stórmagnaður bær, að við erum með okkar eigin friðagöngu (og GayPride göngu) og ég fór svo sannarlega í hana með bestu vinkonu minni og barninu hennar, mjög kósý.

Processed with VSCOcam with t1 preset

.. og kveikti á kertum handa verndarenglunum mínum tveimur sem yfirgáfu þennan heim í ár.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég get ímyndað mér að ég hafi eytt allt í allt svona tveimur dögum að liggja við hliðin á þessu gulli ..

Processed with VSCOcam with t1 preset

Það var allt blossandi á Snapchatti fjölskyldunnar, allskonar hrekkir og fyndið og krúttlegt.

 Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég er svoleiðis umkringdur börnum, tvær bestu vinkonur mínar hafa pungað út börnum og nú systir mín. Hitti þessu fallegu mæðgin í kirkjugarðinum á aðfangadag.

Processed with VSCOcam with t1 preset j10

Kæróinn vann sér inn alveg aaaansi mörg prik þessi jól. Adele í Berlín í maí, yes, YEEEEES!!!!!

Processed with VSCOcam with x1 preset Processed with VSCOcam with b1 preset

Systkinin saman á aðfangadag – vantar litla bró!

Processed with VSCOcam with x1 preset

Jólasnjórinn á sínum stað á aðfangadag –

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ókei, þetta er jólahefð sem ég hef þróað mér síðustu tíu ár (tíu ár? fokk) – semsagt síðan jól 2005. Það er að borða forréttinn með extra kínakáli á botinum og kók í nákvæmlega þessum bolla. Ég drekk ekki venjulegt kók lengur, en hey, IT’S TRADITION! Mjög fyndið. Þetta hef ég gert í 10 fokking ár á jóladag, shet.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég er öllu gríni sleppt búinn að vera í full-time vinnu að knúsast í þessum hundi. Hún svoleiðis á mig allan, og er algjör frekja og ég er bullandi meðvirkur gagnvart henni. Við erum að tala um allavega klukkutími á morgnana, allt í allt svona 2 tímar yfir daginn og allavega klukkutími á kvöldin. Damn ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

.. oooog amman og afinn ..

Vonandi eruði búin að eiga dásamleg jól öllsömul!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

PYLSA / PULSA HLEMMUR SQUARE

Skrifa Innlegg