Þessi færsla er í samstarfi við 66°Norður
Það er óhætt að segja að það er alltaf negla að gefa gjafir frá 66°Norður. Fullkomin blanda af hlýju eiginleikum og að vera brjálaðslega nett brand. Það er hægt að finna eitthvað í hverjum verðflokki, fyrir öll kyn og öll tilefni. Framleiðsla 66°Norður er alltaf hugsað sem framtíðarflík og hafa þær sannað það í gegnum árin. Ég er að tryllast í jólagjafagleðinni og það hefur gefið mér sjúklega mikla ánægju að vera að skoða jólagjafahugmyndir þessi jólin, það er eitthvað svo skemmtilegt við að gefa, í alvöru. Þetta er svo dásamlegur tími, hann getur einnig verið stressandi, en ég lofaði mér að skipuleggja mig vel þessi jól, og vá hvað það borgaði sig. Að gefa gjafir er líka hugurinn, megum ekki gleyma því. Mig langaði að fara yfir hinar ýmsu flíkur og auka hluti, margir sem ég hef persónulega reynslu af svo við ætlum að fara yfir nokkra lista og mig langar að skrifa AFHVERJU þetta er geggjuð gjöf.
1. Dyngju húfan er glæný á markað og er gert úr íslenskri ull, persónulega finnst mér mynstrið svo brjálaðslega fallegt.
2. Gönguskór eru hvergi betri gjöf en í íslensku landslagi og að eiga góða gönguskó er mikilvægt. Ég á græna skó sem keyptir voru í 66 og ég get ekki sagt ykkur hvað kom mér á óvart hversu oft ég hef notað þá. Hjálpar svo sannarlega að eiga ævintýraríkan hund, engu að síður geggjuð gjöf.
3. Bylur peysan er í svo miklu persónulegu uppáhaldi, ég er sérstaklega hrifinn af henni eftir að nýja útgáfan kom með örlítið víðari ermum, elska hvernig stylish hún er, praktískt og hlý. Ég á hana í svörtu (brenndi hana yfir kerti reyndar, oj hvað ég varð leiður), beige eins og sjá má á mynd og brúna sem ég keypti í XXL, shit hvað þær hafa verið mikið notaðar.
4. Krafla er nýuppgvötuð ást hjá mér, ég ákvað að fá mér hana eftir verkefni sem ég gerði með 66 og hafði aldrei spáð almennilega í henni, enda mjög strangtrúaður Tindur og Jöklu gaur, en shit hvað ég er búinn að nota hana mikið. Gott verð og almennt geggjuð úlpa. Sérstaklega í hundagöngutúrana.
5. Vatnajökull totebag, ég er meeesti tote bag týpa, er alltaf með notebook, tölvu, hleðslutæki, bækur, þið vitið. Finnst hún svo flott, praktísk og geggjuð gjöf.
1. Tindur er auðvitað toppurinn á jólagjöfum, nýja útgáfan úr gore-tex efninu er mjög mögnuð þegar maður mátar og finnur efnið. Tindur gæti að engu leyti klikkað.
2. Eins og húfan uppi, þá er einnig peysa í þessari Dyngju línu, allt íslensk framleiðsla og íslensk ull. Ég keypti mér svona fyrir jólin, ákvað að þetta yrði “jólapeysan mín” en hef fengið svo mikið hrós og vá hvað ég er ánægður með mína.
3. Tindur vettlingar, kom mér mjög skemmtilega á óvart að sjá þá í búðinni um daginn og fannst þér einstaklega flottir og nettir. Vettlingar eru að sjálfssögðu alltaf solid jólagjöf og eru þeir með stórt úrval líka.
4. Þennan bol rakst ég einnig á íbúðinni og finnst hann ekkert eðlilega nettur. Það kom svo skemmtilega á óvart að þeir voru gerðir til að vekja athygli á bráðnun jökla. Flík með skilaboð, elska það.
5. Útilyktin í samstarfi við Fischersund er ég mikill aðdáandi af og nota hana reglulega og ég held ég fái alltaf hrós útá hana. Hún er einstök og þess vegna er hún í miklu uppáhaldi.
6. Kríu flíspeysan, þessi lína er í algjöru uppáhaldi svo ég er kannski ekki mest hlutlaus, en nýju útfærslurnar sem komu í sumar þykir mér gjöööörsamlega stórkostlegar.
7. Í sumar kom einnig jogging settið, ég veit að þau voru lengi að “perfecta” fittið og það skilar sér svo mikið í lokaflíkunum. Gjörsamlega nettar flíkur.
1. Básar föðurlandið er must að eiga hér á landi og finnst mér það vera svo fáranlega góð gjöf með mikið notagildi.
2. Askja úlpan, sem ég nota svo mikið og ég held ég fái aldrei jafn mikið af spurningum hvaða úlpa þetta er þegar hún birtist á samfélagsmiðlunum mínum. Pro-tip er að kaupa oversized og svo þrengja neðst. Það er *chefs kiss*
3. Ofnotaðasta flík sem ég á, eða síðan ég keypti hana í byrjun hausts. Orðið smá vandaræðalegt hvað ég fer alltaf bara í hana, en af ástæðu. Geggjuð gjöf og fullt af litum í boði.
4. Snæfell buxurnar, annar french kiss. Þær eru praktískar en svo nettar. Ég nota þær bæði bara daglega og líka þegar ég er að vafra um paradísardalinn með Noel.
5. Heyrðu Vatnajökull-taskan aftur, bara extra mæli með. Ég á hana ekki, en þetta er kannski eitthvað merki um að ég eigi að skoða að fá mér hana inní nýja árið.
1. Dyngjutrefillinn úr sömu línu hér fyrir ofan – OG pro tip, það eru glænýjir treflar komnir í búðir sem ég póstaði á Instagram sem eru svo sssjúklega flottir, en ekki á síðunni. Svo mæli með að kanna búðirnar.
2. Gettir peysan í þessum off-white lit er svo FLOTT – ég mögulega keypti svona í jólagjafir, en kemur í ljós á aðfangadag. Þær eru líka á mjög góðu verði –
3. Dyngja peysa, mér finnst þessar svo FLOTTAR og elska að þær séu komnar í fleiri liti. En pínu fyndið, ég var í Faxafeni að skoða og sá svona peysur þar sem allar ermarnar voru í logo-i, ég fann fyrir svona afbrýðissemi því þær eru aðeins í konufitti. Ég hefði eflaust passað í einhverjar stærðir, en svo flottar.
4. Ah þessi primaloft sokkar, ég er í mínum núna. Best í kuldanum og svo djúsí.
5. Hanskarnir, klassík í pakkann.
6. Þessi nýja lambúshetta er úr samstarfi 66°Norður og listamannsins James Merry, sem er kannski þekktastur fyrir að vera hægri hönd Bjarkar og gerir stórkostlegu grímurnar hennar til dæmis. Finnst flíkurnar sem þau unnu saman fáranlega fallegar og ég finn mig langar smá að sofna “safna þeim” –
7. Þórsmörk hettupeysan, ég er búinn að ætla að fá mér þessa síðan hún kom í sumar, en ástæðan fyrir því að ég hef ekki látið verða að því er útaf því að ég get ómögulega ákveðið mig hvorn litinn ég vil fá mér. Struggles of a gemini maður. Hinn liturinn er í beige munstri, fáranlega flott.
1. Drangajökull er að eilífu á óskalistanum mínum og elska dúnkragann. Finnst þetta smá eins og ef ég keypti mér Range Rover.
2. Þetta kríuvesti sá ég fyrst þegar ég var að gera þennan lista og skil ekki hvernig ég hef ekki séð það á það. Hversu flott?
3. Þessi bolur er einnig úr samstarfi 66 og James Merry. Svo fallegur og mæli með að skoða á síðunni.
4. Básar ullarstrokkur er held ég – besta – gjöf í heimi. Vá hvað ég nota mitt mikið og ef ég týni því þá kaupi ég nýtt. Punktur.
5. Snyrtitaska, hendið krúttlegu kremi eða maska ofan í og þið eruð með geeegggjaða gjöf.
6. Tindurpeysa! Þessi er bara svört.
1. Enn og aftur 66 og James Merry, hversu fínt?
2. Og bolur úr sömu línu! Elska þetta –
3. Snæfell jakkinn, múltí-use og framtíðareign, góð jólagjöf? Ég held það!
4. Hálfrennd Esju peysan finnst mér klassík og einnig mjög stylish.
5. Þetta er íþróttataskan mín, sem mér finnst svo ótrúlega góð jólagjöf og notagildi.
6. Þessi sérstaka útgáfa af Dyngju kom á markað í haust og það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast að sjá á hvað hún er brjálaðslega vinsæl meðal ótrúlega flottra einstaklinga útí heimi. 66°Norður opnaði nýverið búð í London og þar voru svo mikið af þekktum andlitinum í nákvæmlega þessari úlpu. Svo fáranlega að gefa gjöf sem er einstök, hver veit nema þessi útgáfa komi ekki aftur.
Ég ákvað að geyma linkana þetta árið, svo það sé ekki verið að opna nýja og nýja, allar þessar flíkur er að finna á heimasíðunni, ásamt því að geta séð hvar hægt sé að finna stærðirnar ef þið hafið hugsað ykkur að fara í verslunarleiðangur, mæli með að hringja og taka frá eða að sjálfssögðu að bara panta beint að dyrum og spara ykkur tímann.
HÉR ER svo linkurinn á heimasíðuna –
Við getum öll verið sammála um 66°Norður er hin besta jólagjöf –
Happy shopping! x
Skrifa Innlegg