fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN 2016 .. PART 1

I LIKE

Ég er búinn að vera setja saman lista af ýmsum hugmyndum fyrir karlmennina í lífinu ykkar. Eða jú stelpur, þetta eru eflaust líka góðar hugmyndir fyrir stelpur þarna úti líka.

Ég ákvað að byggja þennan lista upp frá því hvað ég mundi gjarnan vilja fá í jólagjöf EÐA eitthvað sem ég á, sem ég hef verið rosalega ánægður með og nota mikið. Svo þessi listi kemur beint frá hjartanu kæru vinir .. og vona innilega að einhver þarna úti fái góða hugmynd. Responsið í fyrra var fáranlega gott, svo ég ákvað að endurtaka leikinn.

Ég tek það einnig fram að ekkert af þessum hugmyndum er spons að neinu leyti. Þykir óþolandi að þurfa alltaf að endurtaka þetta, en bara til að það sé engar vafasemdir.

part1

1. Glænýr ilmur frá Versace – Dylan Blue, er búinn að vera sniffa hann á flugvöllum síðan hann kom á markað. Mjög góð lykt, mæli hiklaust með honum. Fæst í Hagkaup. – (Á mínum óskalista)
2. Snæfell anorakkurinn frá 66°Norður. Hann er svo flottur og praktískur. – (Á mínum óskalista)
3. Nudd og dekur fyrir herrana – fann tilboð hjá Laugar Spa. Solid jólagjöf. –
4. Snilld sem aukagjöf, eða mini-gjöf til að hafa með. Þetta súkkulaði kallar hreinlega fram á stunur. Komin eru ný brögð sem væri líka hægt að smakka. – (Á mínum óskalista alltaf, hvenær sem er)
5. List. Í hinum ýmsu formum.Finnst það oft gleymast. Hafa samband við listamann og gera eitthvað persónulegt, eða bara velja úr safni. Þykir það geggjuð gjöf. Þessar myndir eru eftir Veru Hilmars t.d
6. Bollar frá Royal Copenhagen. Þeir eru bara ógeðslega næs. Ég elska mína, þeir gerir ljóta hillu súper fína. Fæst í Kúnígúnd í Kringlunni
7. Andlit Norðursins eftir Ragnar Axelsson – þetta er auðvitað bara meistaraverk. Stórkostleg bók með mögnuðum ljósmyndum, ásamt því að vera flott mubbla útaf fyrir sig. – Fæst í næstu bókabúð. – (Á mínum óskalista)
8. Vík hanskarnir frá 66°Norður. Ég ákvað að hafa þá með því ég fer ekki út á veturna án þeirra. Alltaf góð gjöf. –
9. Carhartt jakki frá Húrra Reykjavík. – (Á mínum óskalista)
10. Box frá By Lassen. Ég er búinn að vera kaupa nokkra svona box inná heimilið mitt. Þeir eru stílhreinir og fáranlega fallegir. Fást í Epal.
11. Salt líkamsskrúbb frá Laugar Spa – því ég dýrka minn, ekki flóknara en það. Fæst í næstu World Class stöð. 

Það munu koma fleiri hugmyndir næstu tvo til þrjá daga, fylgist með x

instagram: helgiomarsson
snapchat: helgiomars

BÓKIN - ÁRIÐ MITT 2017

Skrifa Innlegg