HALLÓ Japan calling!
Ég er staddur inná hótel herberginu mínu sem er staðsett uppí fjalli klukkutíma frá Tokyo. Ég var alveg að sofna, en ég ákvað að setjast niður og skrifa niður smá Japan færslu! Ég er meira segja búinn að vera frekar spenntur að skrifa færslu, ég er búinn að vera mjög duglegur á Instagram en ég veit að mig langar miklu frekar að skrifa hérna á blogginu.
Mér datt í hug að byrja á því að skrifa svona first impressions, sem á íslensku er .. hvað? Alveg dottið úr mér. First impressions it is!
- Japan er brjálaðslega dýr! 4500 króna morgunmatur og þið vitið. Ég er samt dekurkúkalabbi sem er orðinn of góðu vanur í Tælandi og Bali. En þetta er legit bara eins og að vera í Evrópu. Ég er búinn að vera svona að sniffa hvað er sniðugt að kaupa sér, myndavélar, filmur, Commes Des Garcons og svo framvegis.
- Það er ekkert rusl hérna, ég hef ekki séð eitt plast í götunni. Ég sá sígarettustubb á jörðinni á röltinu mínu og ég fékk smá svona .. “bíddu vó?” .. og týggjó, ekkert svoleiðis heldur. Það er eiginlega hálf magnað. Allt er bara eitthvað svo almennilegt hér.
- Japanarnir eru svo KURTEISIR!! Við sáum konu og karl klára fund, svona geri ég ráð fyrir og áður en þau lokuðu hurðinni, tóku þau sér tíma til að beygja sig niður vel og lengi og brostu. Það eru allir svona almennilegir. Það er eitthvað í þessu öllu saman sem gjörsamlega bara, vá!
- Þeir eru minna í símanum en flestir. Við Kasper erum bara í metróinum til að komast á milli staða, og maður hefði haldið að hausinn væri hægt og rólega að leka af líkamanum vegna símanotkunar en nei! Margir loka augunum, nýta tímann í að slappa af, njóta, taka power nap, vera til staðar. Þið vitið. Það er yndislegt líka.
- Loftslagið er furðulega fullkomið fyrir mig. Þar sem ég kem frá Íslandi og gjörsamlega elska þurrt loftslag þá er ég og Japan, allavega Tokyo gott match. Hér er bókstaflega fullkomið veður, svipað og heima á Íslandi ef það væri smá jafnvægi í veðrinu. Ég hef verið í gallajakka þú veist og allt bara ógeðslega næs. Á meðan í Köben gæti ég sprænað um á penisnum en samt mundi ég deyja úr hita í 22 gráðum. Hér er maí og bara veðrið er GEGGGGGJAÐ, heitt en ekki of heitt, svalt og þurrt og bara shit.
- Fólk hefur það gott, sýnist mér. Ég las mig til um meðal laun í Japan ásamt lámarks tímalaun og allt lítur bara frekar vel út hérna. Ég UPPLIFI allavega ekki fátæktina, en hún sjálfssagt hér eins og allsstaðar annarsstaðar. Japan er þó allt annað en tildæmis Bangkok ..
Nóg í bili!
Það er nóg að gera á Instagram og Insta story hjá mér og ég kem með allskonar good shit hér á næstu dögum!
Kys frá Japan
Skrifa Innlegg