fbpx

JAPAN: BAMBUS SKÓGUR

66°NorðurACCESSORIESOUTFITTRAVEL

Það er nóg að sjá og skoða hér í Kyoto og möguleikarnir eru endalausir. Það sem var ofarlega á listanum var bambus skógurinn hér rétt fyrir utan Kyoto. Ég veit ekki afhverju en ég elska bambus. Það er eitthvað sem mér finnst alveg ótrúlega fasenerandi við bambus. Vissuði að bambus getur vaxið um heilan METER á einum degi?? Og að bambus gefur frá sér 30% meira súrefni en aðrar tegundir af trjám? Og að í gamla gamla daga var gert bambus mauk og notað sem græðandi efni fyrir sár? Ég gæti haldið endalaust áfram. Þetta tré er magnað, tré almennt eru mögnuð. Það var alveg ógeðslega gaman að komast þangað og ég andaði fullt djúpt inn og út til að sjúga þetta súrefni frá bambusnum niðrí lungun mín. Mér fannst líka svo skemmtilegt að pöndur borða aðeins þessi tré og lifa af. Og Górillur, og hafiði séð hversu massaðar górillur eru? Nei ég segi svona.

Sjáiði hvað þetta er fallegt?

Sjáiði hvað hann er sætur? Og hvað þetta er FLOTT?!

Ég veit hvað þið eruð að hugsa .. “jii, þú LÍKA að labba, eins og á SÍÐUSTU MYND .. OG EINS OG MYNDIN AF KASPERS, mjög origínalt” – en hey .. þið vitið, i don’ curr. Næsta verður samt ekki labb mynd, og ekki eins og Kaspers, haha. Ég lofa.

Bolur: Commes Des Garcons
Taska: 66North
Stuttbuxur: 66North (nýja granda línan)
Sokkar: 66North
Skór: Nike

@helgiomarsson

ERFIÐAR FRÉTTIR: AMMA ERLA

Skrifa Innlegg