fbpx

ÍBÚÐARKAUP Í KAUPMANNAHÖFN –

DANMÖRKINTERIOR

Ég og Kasper skrifuðum á dögunum undir kaupsamning á íbúð í Frederiksberg. Geggjuð staðsetning og allt leit ágætlega út. Þangað til á síðustu stundu þegar við vorum að fara yfir íbúðina. Þá bökkuðum við út. Allt var í raun ready, það þurfti bara að flytja peningana yfir og lögfræðingurinn okkar var byrjaður að lesa yfir kaupsamninginn. Við erum tveir tvíburar sem geta ekki tekið fffföööökken ákvarðanir og við hættum við að kaupa þessa íbúð. Afhverju? Jú því hún var roooosa fín. Það var bara eitthvað sem var ekki að passa, þegar ég var inní íbúðinni þá fann ég ekki þetta “vá ég er bara kominn heim” –

Ég er enn að læra sitthvað í þessu ferli og eitt sem ég er að átta mig á að vera ekkert endilega að drífa sig og sætta sig við einhverja íbúð. Þetta eru stór kaup, þetta er einnig skuldbinding. Við erum að kaupa íbúð sem við erum að fara vera í mörg ár. Þetta er ekkert hoppa inn og út dæmi. Ég vil bara vera duglegur að skoða íbúðir, hægt og rólega. Íbúðin okkar mun birtast okkur og við munum hoppa á hana eins og apar.

Þetta er það sem okkur langar í varðandi íbúð:

  • Kaupmannahafnaríbúð, sem samt á eldri kantinum með sál og sjarma. Við erum alls ekki fyrir þessar nýju kubbaíbúðir útum allt.
  • Ég þverneita og svosem kæró líka, að fara í sturtu yfir klósettinu, eins og örugglega 70% af gömlu íbúðunum hér í Kaupmannahöfn. Svo við grömsum bara í 30 prósentunum svo ..
  • Við erum með frekar solid og strangt budget í hausnum sem við getum nýtt í íbúðina. Svo þessi fyrstu íbúðarkaup þurfa að vera frekar klók. Svo þegar við seljum hana þá fáum við góða summu og getum flutt í almennilega íbúð sem við getum alið upp hunda eða börn eða skjaldbökur og fengið familíuna í heimsókn.
  • Við viljum ekki þurfa gera of mikið við íbúðina, hún má alveg líta vel út og svo laga eitt og annað.
  • Svalir eða góður garður. Íbúðin okkar núna er með hvorugt og við finnum alveg hvað það er að kæfa mann að geta ekki bara sitið á svölunum og dúllað sér eitthvað. Þurfa alltaf að vera inni eða ferðast einhverja leið til að geta verið úti. Það er svona eiginlega möst.

Ég ligg á þessum síðum þessa dagana, þessar myndir gefa smá hugmynd um hvað okkur langar í:

Verð vonandi bráðum íbúðareigandi – ssssvei mér þá!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

DRAUMAMYNDIR Á FRÁ BRÚÐKAUPI I + M EFTIR STYRMI & HEIÐDÍSI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnarsdóttir

    30. August 2018

    Æ þetta er æði Helgi. Takk fyrir að deila.
    Ég held að það hafi alltaf verið rétt ákvörðun að sleppa því að kaupa íbúðina ef þú fékkst ekki þessa “þetta er íbúðin mín” tilfinningu. Gangi ykkur vel :* íbúðin YKKAR er þarna einhverstaðar

    • Helgi Ómars

      30. August 2018

      Takk elsku vinkona! Nákvæmlega, mín er þarna úti! Kemur vonandi sem fyrst á sölu, hvar sem hún er, hahaha! <3

  2. sigridurr

    31. August 2018

    SPENNANDI!!! xxxxxx

  3. Guðrún Sørtveit

    1. September 2018

    Spennandi! Spennt að fylgjast með :-D