fbpx

Í DAG – IKEA

HOMEPERSONAL

Í dag fórum ég og elsku Tinna loksins í IKEA eftir að hafa verið í miklum spegúleringum. Íbúðin mín er mjög einföld og hvít og miklir möguleikar í boði að gera hana alveg ótrúlega fína!

Eftir að ég komst í kynnum við elsku Svönu hérna á Trendnet hefur áhugi minn á hugmyndum fyrir heimilið aukist gríðarlega og ég ætlaði loksins að nýta stóra hvíta vegginn minn og hengja upp fullt af römmum með fallegum myndum. Hlakka mikið til að  búa til, fjárfesta og finna fallegar myndir og plakköt inní rammana mína. Ég er með mynd frá henni Hörpu Einars sem hún gaf mér í gjöf og er með frátekna mynd frá teikningu hjá henni fögru Siggu Soffíu, ótrúlega spennandi! Ég keypti auðvitað meira en bara ramma, en ég ætla aðeins að prufa mig áfram hér í íbúðinni, hlakka mikið til.

Ójá, jólin eru komin í IKEA í Köben, vá hvað það var gaman! Ég er af og til að leyfa mér að hlusta á eitt og eitt jólalag, en í fáranlegu miklu hófi, ég hlakka líka mikið til jólanna, meow!

ikea ikea2

GREININ MÍN FYRIR GAYICELAND.IS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    5. October 2013

    Hlakka til að sjá myndir:) Og mikið væri ég til í að eiga verk eftir Hörpu, finnst stíllinn hennar æðislegur.
    -Svana