Góð spurning, einfalt svar ..
Á SEYÐISFIRÐI!
Hvernig má það vera? Jú sjáiði til, snillingarnir sem standa á bakvið Hótel Öldu fengu þá skemmtilegu hugmynd að opna sushi stað á Seyðisfirði. Þau fengu í liðs við sig kokka sem ég man ekki hvað heita, en þeir vildu sérlega mikið vera með í verkefninu þar sem vissu hversu auðvelt væri að fá gæðafisk beint af trillunni eða önglinum. Kokkarnir sögðu einmitt sjálfir að það var algjörlega nýtt og magnað fyrir þá að vinna með svona brjálaðslega ferskann og flottann fisk.
Orðið flýgur fljótt á milli manna og er fór að koma allsstaðar að til að smakka þennan fína stað sem hefur fengið nafnið NorðAustur/NorthEast, og nei þau fengu ekki nafnið frá North West dóttir Kim & Kanye. Einfaldlega því Seyðisfjörður er staðsettur á norðausturlandi, viska þar.
ALLAVEGA! Pabbi bauð familíunni út að borða og hér er útkoman;
Við systkinin fínu – vantar samt eina!
Humarrúllan!
Til hægri er reykt bleikja – brjááálaðslega gott.
Þetta er Davíð – kyntröllið sem rekur staðinn.
Spicy tuna rúllan – sem var spicy og brjálaðslega lækker!
Þetta var klárlega top 3, Javier rúllan. Laxamús, doritos og teriyaki og allskonar gúmelaði sem bráðnar í trantinum.
Rjómaostur! Í bleikju rúllunni er rjómaostur, meira mumsið.
Þetta var svo útsýnið okkar. Fallegt? Kannski. Fullkomnun? Já!
Ókei þetta var alveg oplevelse útaf fyrir sig. Ceviche-ið. Þetta er stórmögnuð upplifun að borða. Sprengja í trantinn. Sannkallaður unaður. Súrt, sterkt, eitthvað annað nýtt, allt á sama tíma. Þessi fiskur sem við borðuðum var veiddur úr sjónum sama dag. Sem er frekar crazy og snilld.
Miso súpan. Ég hef aldrei borðað miso súpur, en hinir borðuðu þetta með miklum unaði.
Engin önnur en Harpa Einars skreytti veggina.
Ég eyddi örugglega hálftíma að kenna mömmu á prjóna, gekk stundum vel, stundum ekki. Þarna er þetta alveg prýðilegt prjónahald. Hún missti samt þolinmæðina og fékk sér barnaklemmu.
Á Seyðisfjörð með ykkur, að borða besta sushi í heiminum. Bam!
Skrifa Innlegg