Helgi Ómars

HVAÐ NOTA ÉG Í ANDLITIÐ: SHISEIDO

I LIKENEW INÚTLIT

Ég var ekkert heppnasti unglingur í heiminum. Eiginlega alls ekki ..

Ég og Matthew Lewis, leikarinn sem leikur Neville Longbottom í Harry Potter eigum stórt atriði sameiginlegt.

húð

 

Já, þetta.

Ég var bólugrafinn, var með skelfilegar tennur, kringlótt andlit og ég gæti haldið endalaust áfram. Ég þakka kynþroskanum sem tók yfir völdin þarna sem unglingur sem hjálpaði mér aðeins við að verða fínni.

Húðin mín batnaði með tímanum og áður en ég vissi af var húðin orðin svo gott sem spottlaus, þegar maður er með spottlausa húð þá dettur maður stundum í þægindargírinn og kannski hugsar ekki um húðina eins vel og maður ætti að gera. Þetta “maður” er ég.
Hægt og rólega fór ég reglulega að fá bólur og húðin varð einhvernvegin aðeins grófari. Ég fór á lyf sem hjálpa til með að fá húðina í orden og lofaði sjálfum mér að nú mundi ég bara hugsa vel um húðina og ekkert letikjaftæði.

Ég fór einu sinni á svona fyrirlestur um umhirðu hjá konu sem vinnur hjá Ole Henriksen í Los Angeles. Hún sagði mér það að japanskar vörur eru allra bestu vörur sem þú getur sett framan í andlitið á þér. Vörur eins og Kaneboo og Shiseido.

Shiseido eru með stóra og flotta línu fyrir herramenn og ég ákvað að fá mér vörur frá þeim, enda ekki vafi á því að ég var að setja eitthvað framan í mig sem er virkilega gott. Ég veit að fyrirtækið eru með hæstu kröfur um gæði þegar kemur að snyrtivörum.

Ég er ótrúlega ánægður með kremin sem ég á og finn ég hellings mun á húðinni eftir að ég byrjaði að nota þær.

krem krem1

 

Daglegt rakakrem
Augnkrem
og extra fresh rakakrem – klikkar ekki!

 

Ég er ótrúlega ánægður að eiga vörur sem ég veit að eru góðar, og sé alls ekki eftir því að hafa valið þetta merki.

Gaman að eiga gæði!

Mæli hiklaust með þessum kremum fyrir strákana & karlana!

LOKSINS KOMIÐ SUMAR - OUTFIT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Guðmundur Elvar

  23. May 2014

  Hvar fær maður??

  • Helgi Omars

   24. May 2014

   Hagkaup baby! :)