fbpx

HÚÐRÚTÍNAN ÞESSA DAGANA –

SAMSTARFSNYRTIVÖRURÚTLIT

Þessi færsla er í samstarfi með The Body Shop

Ég er ekki eins mikill húðperri og ég gæti verið. Aðeins meiri en ég var áður. Ég fór niðrí The Body Shop í Kringlunni og þar var gríðarlega mikið úrval af vörum að ég varð næstum hringtossaður. Ég varð einnig forvitinn og verslunarstjórinn sem tók á móti mér var svo bilaðslega frábær og mér leið ekkert eins og ég væri að spurja of mikið, hún fær alveg hjúts hrós frá mér þar. Það sem mig langaði helst að forvitnast um það var toner, hvað er toner, hvernig nota ég toner, allt þetta. Ástæðan er sú að ég er alltaf að átta mig af mikilvægi tóners og hvað hann gerir gott fyrir húðina, svo hún leiddi mig eins og lítið barn í gegnum þetta og ég get óhræddur sagt að ég er LOKSINS búinn að ná þessu. Ég er semsagt búinn að vera með þessa sömu rútínu í nokkrar vikur núna og mér finnst húðin mín mjög heilbrigð og svona clean. Er allavega gríðarlega ánægður með þessa nýju rútínu.

Kittið í allri sinni dýrð –

FYRSTA, GRÍÐARLEGA MIKILVÆGT:

Þrífa húðina með heitu vatni, ég geri það með bómul því þá get ég haft það sjóðandi án þess að bræða af mér húðina. Get ekki hugsað mér að skvetta sjóðandi heitu vatni saman í mig, en setja það á smá bómul og strjúka, voða gott.

Andlitssápan sem er mjög þæginleg, eins og má sjá, með Brasilísku Guarana sem finnst í regnskóginum sem á að gera undur fyrir húðina samkvæmt rannsóknum mínum á Google og kaffi frá Eþíópíu.

Skrúbb skrúbb, ég er með svona mega þæginlegan bursta sem er líka frá The Body Shop. Bilaðslega mjúkur.

Hér er tónerinn! Aloe vera valdi ég, Aloe vera er vinur mannsins og getur ekki klikkað. Tónerinn lokar fyrir húðina og hefur extra hreinsun.

Strjúka honum inn alveg hreint inní húðina, gefur svona kick.

ooooog svo þetta rakakrem sem fær top einkunn hjá mér.

Go crazy með kremið á andlitið ..

OOOG ..

VOILA!

Þetta kombó mæli ég með,  hefur reynst mér vel og maður er að fá drullu góðar vörur fyrir gott verð.

Instagram: helgiomarsson

UPPÁHALDS MÓDELIÐ SEM ÉG HEF SCOUTAÐ -

Skrifa Innlegg