Mér finnst kúskús snilld. Holl kolvetni, ótrúlega einfalt að “matreiða”. Ég kaupi yfirleitt lífrænt og gróft/brúnt, því jú, það er svo hollt.
Ég gerði um daginn laxakúskús sem heppnaðist svona ótrúlega vel!
Hægreyktur lax með pipar – veit ekki hvort það fæst á Íslandi, en ég veit að það fæst einhversskonar tilbúinn lax í pakka.
Paprika.
Gulrætur og brokkolí!
.. og kúskúsið góða, ég setti hálfa teskeið af thailensku karrý og hálfan nautakraft fyrir auka bragð.
Allt blandað saman! Ég reif laxinn bara í þetta allt saman.
..
og kjúklingabollurnar:
Kjúklingahakk
Vorlaukur
Rauðlaukur
Hvítlaukur
Chilli
og handfylli af lífrænum höfrum.
Kryddaði svo með kryddi lífsins frá Pottagaldri, það á að vera svona “hollasta” kryddið sem maður getur fengið, og ég verð að hafa smá krydd á mínum mat, fo sho.
Allt kreist saman í skál og skellt í ofn í smá stund! Algjör snilld!
ooog ..
VOILA! Hádegismatur eða kvöldmatur, fullt af næsi!
Skrifa Innlegg