fbpx

HELGI BAKARI – BAKE MY DAY

DANMÖRKUMFJÖLLUN

Um jólin hringdi ég í mömmu og vildi tékka hvort hún væri til í að baka með mér þegar ég loksins kæmi heim því ég var og er orðinn algjörlega obsessed af þessum svona einföldu smjörkremskökum með allskonar húlluhæ. Og ekki nóg með það að mér finnst þetta bestu kökur í heiminum. Það kom engum á óvart að við mamma fórum ekki í þetta mission en ég lofaði sjálfum mér á nýju ári, þá mundi ég læra þetta. Hvernig svo sem mér mundi takast það.

Árið er 2019 og ég er búinn að skrá mig á námsskeið sem mun kenna mér allt varðandi að ná að skapa þessar kökur. En ég er skráði mig í námsskeið hjá Bake My Day  sem er kökufyrirtæki hér í Kaupmannahöfn með íslenskum eiganda sem ég eiginlega þvingaði að nenna tala við mig því ég varð asnalega spenntur þegar ég sá þetta. Ynja sem er eigandinn er ekki nema nýorðinn 22 ára og ég ber alveg ómælda virðingu fyrir henni, þau eru að gera kökur fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum Kaupmannahafnar og hún er alveg augljóslega geggjuð í því sem hún er að gera.

Ég er alveg frekar ánægður með mig að hafa skráð mig á þetta námsskeið, því ég lofaði sjálfum mér að læra þetta í kringum áramótin. Núna þarf ég bara að skrá mig á keramik námsskeið –

Mamma var hjá mér á afmælinu sínu og ég pantaði köku frá Bake My Day og hún var gjörsamlega himnesk.

Við borðuðum saman sirka 4 sneiðar í allt, og næstu daga var ég að kjamsa á kökunni. Þvílík og önnur eins sæla –

En já, tékkið á Íslendingnum sem er að brillera hér í Kaupmannahöfn á Instagram og heimasíðunni

Ath: Þetta er ekki í neinu samstarfi eða nein greiðsla að neinu tagi kom að þessari færslu. Ég borga sjálfur fyrir námsskeiðið og ég innilega er bara áhugasamur varðandi þetta. 

Instagram: helgiomarsson

STOFAN - NÝTT LJÓS

Skrifa Innlegg