fbpx

HEIMA Á ÍSLANDI

66°NorðurHOMEÍSLANDNIKEPERSONAL

Þið verið að afsaka bloggleysið! Það er eins og ég fari í allt annan gír þegar ég kem til Íslands. Ég hugsa bara um hlöllabáta, djúpur, dominos og annaðslags sukkelsi. Það kemur alltaf einhver púki í mig þegar ég kem heim. Ég gaf þó ekki undan, við skulum skella því uppá borðið, ég fékk mér reyndar Dominos. Það var útaf því að bílinn sem ég var á sat fastur í óviðri eftir að plógur lokaði hann inni, og það uppí Mosfellsdal. Svo ég þrykkti í eina heimsendingu, án nokkurs mórals. En bloggið mitt alltíeinu fór í eitthvað annað sæti og ég púllaði frestunargaurinn á þetta. Ég varð að nýta hverja sekúndu eins vel og ég gat.

Ég kom semsagt heim til að taka myndir fyrir MOOD, vera með vinum og kunningjum, keyra bíl og fá smá Köben pásu, sem var þurfandi. Ísland er frábært, líka þegar veðrið er að fara ná öllum hæðum í geðsýki, þá er það frábært.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Jákvæðastur í heimi í leðurjakka og sneakers á leiðinni til Íslands, iiiiiimmitt.

island

Fyrsti morguninn byrjaði svo dásamlega að ég fékk að hitta litla nýja frænda minn! Planið var að fara í ræktina og segja hæ við þau mæðgin og svo bara fara á æfingu. Ekki alveg – ég endaði semsagt í mömmutíma með þeim mæðginum og það var eiginlega sjúklega gaman – og erfitt!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Elsku Helga frænka og Snorri Hrafn. Sveitt og sjúklega hress í World Class Kringlunni, Helgfólkið semsagt.

island3

Ef einhver er að fara segja við mig að klukkutími er ekki tíma mismunur má sá hinn sami bara fara gera eitthvað annað, ég var vaknaður eldsplunkhress kl 06:30 og varð svo þreyttur kl 22:00. Ef þið viljið leigja geymslupláss í nösunum mínum getiði haft samband í gegnum tölvupóst.

island4 island5

Þessi bætti Íslandsferðina um töluvert. Okkar eigin Theodóra! Fórum á Kalda Bar og töluðum um allt milli himins og jarðar. Ó þessi pía.

island8

Must að kósýast inná milli stússafteila – Kaffi & Patrick Demarchelier innblástur á Eymundsson. Vill einhver kaupa þessa bók handa mér? Plís ..

island9

Loksins varð hún mín, hjálpi mér allir heilagir andar og plánetur. Svört Jökla parka frá 66°Norður. Hún toppar eiginlega allt. Næstum því vini og fjölskyldu líka, næstum því.

island10

Detox te! Einföld útskýring. MOOD kaupir alltaf nammi til að fara í prófunum, ég get verið manískur sykurneytandi þegar ég dett í það. Semsagt einskonar nammihólisti að reyna halda mér á mottunni í Nammi Anonymous. Sem getur það ekki, gengur illa allavega. Svo þegar ég dett í það, þá dett ég í það. Það gerðist fyrsta prófdaginn og er ég nokkuð vissum að ég hafi borðað kíló af nammi. Yogi Detox Te .. takk.

island11

Pikkpiiiiiikkfastur uppí Mosfellsdal, Tinna vinkona býr þar, sem er kósý en ég finn lyktina af Þingvöllum þegar ég er þarna. En já, kósy!

island12 island13

 

Þarna var ég að reyna ná bílnum úr stæðinu, í örugglega 40 mínútur. Án árangurs, enginn árangur. Veðrið var rugl og ég þurfti að aflýsa myndatöku. Piss.

 

PLÖNTUR Á HEIMILIÐ

Skrifa Innlegg