fbpx

HAUSTIÐ: NÝTT ÁHUGAMÁL!

DANMÖRKPERSONAL

Ég er sko smá op at køre (strákurinn að dönsku sletta) yfir nýja áhugamálinu mínu! Finnst þetta geggjaðast í heimi – og ég verð pottþétt pró einn daginn. Ég og Kasper skráðum okkur nefnilega í keramik næstu tólf vikurnar.  Ástæðurnar voru margar. Okkur langaði í sameiginlegt áhugamál, okkur langaði að gera eitthvað saman sem er bara frekar kreatívt og skemmtilegt og smá svona, æfing fyrir hausinn og einbeita sér að einhverju og skapa.

Eftir fyrsta skiptið var handvissum að ég ætti að droppa öllu í lífinu og lifa sem keramíkus einhversstaðar í sjarmerandi skúr einhversstaðar. En þið vitið, svo hugsa ég um eitthvað allt annað. En ég get ekki beðið eftir að halda áfram, strax eftir fyrsta tímann er komin skál sem ég er nokkuð spenntur fyrir. Ekki sú fallegasta, en svo sannarlega gerð með kærleik –

Ég leyfi ykkur að fylgjast með því þetta er GEGGJAÐ.

Dúllerí sem á eftir að brenna –

Formin, sem er smá svona leikskólaleikur, ég ætla ekki að ljúga. Ég valdi eitthvað svaka form því ég vildi fá smá challenge (skeit samt á mig í fyrsta sem við gerðum) en heppnaðist ágætlega. Ég hefði viljað gera bara frekar stóra og fína venjulega skál.

.. ooog verðandi keramik STJARNA að verki. Hehoho

@helgiomarsson

SPORT FYRIR HAUSTIÐ - NIKE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    2. September 2019

    Vá hversu geggjað! Dreymir um að komast á keramík námskeið <3
    Njóttu vel:)