Ég á við ágætt love – hate samband við hárið á mér. Stundum spilar það 100% með mér, en stundum er ég eins og reittur hani. Ef ég set hárið niður, þá fer það upp, ég ýti því til hægri, og það fer vinstri. Fattiði?
Ég hoppaði nýlega á Maria Nila & Morrocco Oil vagninn eftir heimsókn hjá snillingunum á Regalo, og hef notað hárvörur frá þeim síðan í desember og hárið á mér hefur held ég aldrei verið betra. Ég veit ekki stundum hvort ég eigi að borða Maria Nila vörurnar eða nota þær í hárið á mér, lykta unaðslega. Ég hafði lesið um vegan hárvöxin þeirra áður og hafði alltaf áhuga á að prófa. Allar vörurnar eru cruelty free og vegan og gerðar almennilega sem er að sjálfssögðu brjálaður plús. Eins og ég segi, þá hafa þessar vörur algjörlega reynst mér heavy vel, ég elska einnig skilaboðin á bakvið t.d Maria Nila.
Vöxin frá Maria Nila eru fjögur, Gneiss, Schist, Shale og Gabbro og ég hef verið að flakka svolítið á milli. Þau eru öll mismunandi og með mismunandi styrk. Uppá síðkastið er ég að nota Shale. En eins og í Tælandi notaði ég Gneiss allan tímann. Mjög mismunandi.
Hér er smá rútína:
Þessi olía finnst mér algjör snilld, þetta er argan olía sem gerir hárið mjög flott sem beis.
Smá pumpuslurp í hendurnar
Nudda vel í allt hárið – alveg hreint
Shale sem ég hef verið að nota síðan ég kom heim frá Tælandi –
Hárið aftur með vaxinu –
Fixa þetta allt saman –
.. oooog ready!
Og smá hársprey og strákurinn er ready!
Skrifa Innlegg