Mamma sendi mér súkkulaði frá Ommnomm, og ég hef í rauninni aldrei smakkað þetta af viti. Ég smakkaði dökkt súkkulaði, og ég er ekkert rosalega mikið fyrir dökkt súkkulaði, fitandi sætt mjólkur súkkulaði og ég er sold. Allavega, hún móðir mín var búin að tala um þetta súkkulaði, þá deildi hún því með mér að hún fékk sér bita og áður en hún vissi af var hún búin að tæta þetta í sundur. Ég hugsaði “róleg skvís ..” en já .. allavega
.. sama gerðist hjá mér. Enda erum við mamma alveg eins, í útliti og að mörgu öðru leyti ..
Ég tók semsagt fyrsta bitann, þið vitið til að svala sykurlönguninni. Bragðið er lakkrís og sjávarsalt, og mjólkursúkkulaði að sjálfssögðu.
Þetta gerðist svo fljótt að þetta er bara ekki í minningunni, þetta hvarf, man ekki hvort ég hafi brotið stykkið í bita eða hvort ég hafi tuggið eða bara andað þessu ofan í mig.
Tilvalið á laugardögum, vetrardögum, sem gjöf, á mánudögum, hvar sem er í rauninni. Það er ágætt að þetta sé ekki til í Danmörku.
Mæli með þessu fólk!
Skrifa Innlegg