Ég byrja kannski á því að deila því með ykkur að #100happydays og #trendhelgi er komið í fullt gang, og ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu.
Ég er að pæla hvort sunnudagar væru ekki tilvalnir dagar þar sem ég pósta þeim myndum sem eru hashtögguð #happydays og #trendhelgi – held það!
Annars átti ég ótrúlega fáranlega gott gærkvöld. Fór úr vinnunni heim í 2 sekúndur og beint á VEGA með BAST teaminu að mynda söngkonuna Jenny Wilson. Franska söngkonan Owlle var að hita upp og hún er sko eiginlega alveg sjúklega góð. Mikið klekkað var gaman.
_____
Every sunday I’ll be posting the pictures of those who hashtag #100happydays & #trendhelgi – positivity and happiness all the way! I’m actually excited about this.
Last night I met up with the BAST team where we attended the Jenny Wilson concert at VEGA. We also did a photoshoot with her and then danced like maniacs (on stage) during the evening. Owlle was heating up and she’s actually insane, she’s so good.
Myndatakan í fullum gangi – þessi kvenmaður er mega töffari.
Owlle, nei í alvöru, hún er svo fjandi drep góð, ég fékk sirka 18 sinnum gæsahúð niðrí boru.
Tékkið á henni – HÉR – og taliði við Sónar & Iceland Airwaves liðið.
Double trouble – Hafrún & ég alveg að detta í bjórvökvan.
Þessar eru frábærar.
Ég ákvað að ég mundi nýta backstage passann minn og dansa uppá sviði með Kristínu og líða eins og rokkstjarnan sem ég á í raun og veru að vera.
Jenny Wilson að syngja til mín um hvað ég er frábær :-)
Jæja, kaffideit og líkamsrækt bíður mín!
Skrifa Innlegg