fbpx

FÖSTUDAGSLISTINN –

FÖSTUDAGSLISTINNPERSONAL

Föt dagsins:
Ég er í nýju hettupeysunni minni sem ég keypti í gær. Hún er frá Helmut Lang og ég féll eiginlega alveg fyrir henni. Ég hef verið að versla svolítið frá Helmut Lang, skyrtan sem ég er í á myndinni hérna uppi er einnig frá því merki. Finnst fittin vera flott og efnin góð. Svo er ég í teddy jakka frá Levi’s því mér er mega kalt og í stórum stuttbuxum frá Champion. 

Skap dagsins:
Það er alltílagi. Þetta ástand hefur verið að hafa áhrif á sambandið mitt uppá síðkastið, svo það hefur klárlega áhrif á skapið á mér. Mér finnst ég alltaf vera í einhverjum rökræðingum sem skipta engu máli. Ég ætla samt ekki að láta það hafa áhrif á daginn, en við Nóel ætlum á Íslands bryggju og hitta nokkra góða vini!

Lag dagsins:
So Will I með Ben Platt, hitti beint í hjartastrengina og ég elska lagið og hann. Svo gjörsamlega stórkostlegur söngvari. Mæli með!

Matur dagsins:
Röggu Nagla matur, ég læri svo ótrúlega mikið af vinkonu minni og þegar ég fór að taka til mín svona matarformúluna hana fannst mér alltíeinu miklu skemmtilegra að elda mat. Hún leggur alltaf áherslu að á disknum er prótein, kolvetni og fita. Svo ég er farinn að fara útí búð og kaupa allskonar, svo bara negli ég þessu á pönnu, þessu í oft og steikja þetta og svo bý ég til disk með svona aaaaallskonar á! Ég hef aldrei stundað eins litla matarsóun og ég hlakka yfirleitt til að sjá hvað ég á til til að setja á diskinn okkar. Mjög skemmtilegt! Þarf ekki að vera einhver réttur, bara fullt af allskonar með allskonar kryddum. Svo nýta djúsí hummus sem sósu. Hvítlauks og chilli hummus er mjög vinsælt hér. 

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Miði heim til Íslands – skal fara betur útí það í næsta bloggi.

Óskalisti vikunnar:
Ég er með buxur frá Carhartt á heilanum – ég sá gaur labba í buxum og ég eiginlega elti hann til að sjá hvaðan þær voru. Þá sá ég Carhartt á hægri rass og þá var þetta komið. Þar er Carhartt búið hér uppí Nørrebro – og ég er að meta það hvort eigi að skella mér uppeftir í dag og máta allt líf úr mér og finna þær!

Plön helgarinnar:
Það er bara nokkuð kósí. Mig hefur langað að fara á stað sem heitir Dyrhaven með Noel. Mig langar að mála listana hérna heima, finnst sumir staðir verða svo ótrúlega asnalega skítugir alltíeinu. Þáttur á Helgaspjallinu er líka að fara inn og svo skipuleggja næstu viku. Eftir rólega mánuði er einhvernveginn allt að fara gerast hérna. 

Eigið góða helgi elsku vinir!

@helgiomarsson á Instagram

VILTU VINNA VÖRUR FRÁ SKIN REGIMEN?

Skrifa Innlegg