Ég er að komast yfir tímabilið mitt sem er búið að vera “Ég held ég sé kominn með nóg flúr núna.”
Ég held að ég muni aldrei hætta elska tattoo. Það er eitthvað svo ótrúlega fallegt við þetta (ef þetta er gert rétt auðvitað).
Ég hef heyrt margar spurningar eins og;
“Er þetta ekki dottið úr tísku?”
“Hvað ætlaru að gera þegar þú ert orðinn gamall?”
Eins og þið flúruðu manneskjur þarna úti hafið pottþétt líka fengið að heyra. Ég hef sett á mig tattoo með þeirri meiningu að þau þýða öll eitthvað fyrir mig, og svo lengi sem þau þýða eitthvað fyrir mig persónulega, þá getur mér varla liðið neitt annað en vel með þau. Meikar sense?
Ég horfi á flúrin mín ekki sem eitthvað tísku fyrirbæri, heldur eitthvað sem er partur af mér, svo mér finnst ég ekki þurfa hafa áhyggjur af þeim málum. Þó að ég fúslega viðurkenni að Tribal tattoo voru tískubóla sem er löngu spungin, tóm, varla ennþá til, rotin einhversstaðar. Hvet alla sem eru með svoleiðis að leisera það af eða flúra yfir það, ef þið viljið heyra mína skoðun þ.a.e.s.
Allavega, miklar pælingar í gangi. Er ótrúlega mikið af heillast af stíl sem vinkona mín & listakonan Caroline Vitelli er að gera. Einfaldar, nokkuð djúpar og fallegar teikningar.
Hún býr í Genf í Sviss og ég er mikið að pæla í að fara í heimsókn og láta flúra mig upp. Ég elska þennan stíl!
Annars er ég að fara til Íslands í rúmlega viku í febrúar, og hef mikið verið að fylgjast með Ólafíu á Reykjavik Ink, finnst hún sjúklega góð og mundi gjarnan vilja flúr frá henni.
Hér eru fleiri flúr sem heilluðu mig í pælingum dagsins – sem ég er svo gott sem búinn að eyða öllum fjandans laugardeginum mínum í.
Fallegt – og aðeins öðruvísi stíll maður sér venjulega. Virkilega fallegt.
Hvað segi þið? Halda áfram eða segja þetta gott?
Knús
Skrifa Innlegg