FALLEG GJÖF

HOMEPERSONALYNDISLEGT

Ég er búinn að eiga vesenisdag, mætti ekki í líkamsrækt, borðaði kökur og sætabrauð ásamt öðrum vesenum.

Svo leið á daginn og ég var enn í smá vesenisgír þangað til kæróinn rétti mér þykkt bréf að heiman.

Þá hafði Dagný systir sent mér seinbúna afmælisgjöf handa mér og kæróinum. Ég var nú til að byrja með ekki að búast við miklu og fylgdi með pakkanum póstkort frá Seyðisfirði og lítill pakki með nafninu mínu á.

fallegafmælisgjöf

 

Í pakkanum var þetta fallega kopar hálsmen með mynd af mér haldandi á uppáhalds manneskjunni minni í öllum heiminum, systurdóttir minni.

Ég get eiginlega ekki lýst því nógu vel hvað ég varð ánægður og hvað mér þykir vænt um þessa gjöf. Ég var eiginlega orðlaus.

Það eru aðeins 3 vikur að ég fái þessa litlu stelpu aftur í hendurnar og hjálpi mér Seifur hvað ég hlakka til.

 

SJÚKLEGA NÆS Á MILAN FASHIONWEEK: NEIL BARRETT

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Inga Rós

    27. June 2014

    Vá en fallegt, væri gaman að vita hver eða hvaða fyrirtæki gerir svona gersemar :)

  2. Helga

    27. June 2014

    Yndislegt hálsmen – held að Prentagram sé með þessi hálsmen :)