fbpx

ERFIÐAR FRÉTTIR: AMMA ERLA

PERSONAL

Ég held að ég sé að skrifa þetta inn hérna þar sem bloggið mitt er að sjálfssögðu einsskonar dagbók fyrir mig. Ég semsagt fékk þær fréttir á meðan ég var hérna úti að hún elsku amma mín, Erla hafi kvatt okkur fjölskylduna. Það hefur verið alveg ótrúlega erfitt að fá að heyra fréttir um að einhver hafi dáið og ég í Danmörku, það er ótrúlega skrýtið að meðtaka og melta slíkar fréttir þegar maður hefur ekki tækifæri til að hitta fólk sem þekkti og elskaði fólkið sem við misstum. Heldur bara svolítið að standa einn og taka upp tólið. Að fá símtalið hér í Japan, var ótrúlega skrýtið og eiginlega alveg ómögulegt að lýsa því. Mér leið eiginlega svolítið eins og ég hafi svolítið aftengst fréttunum, því amma Erla er og hefur alltaf verið svona ein af mínum greatest loves í lífinu. Svo það kom mér alveg stórkostlega á óvart hvernig ég fann einhvernveginn hausinn, hjartað og líkamann koma saman og hjálpa mér. Það var ekki fyrren nokkrum dögum seinna þar sem ég tók myndir til að heiðra hana ömmu mína og skrifaði örfá orð um hana að mér tókst að skæla almennilega og kannski gera mér grein fyrir því að ég fæ ekki að hitta hana aftur.

Amma var algjörlega stórkostleg kona, hún missti foreldra sína og tvær yngri systur í snjóflóði í Goðdal þegar hún var aðeins 11 ára, hún eignaðist 7 börn og fullt af barnabörnum og enn fleiri langömmu börn, og hún hefur elskað okkur öll saman af gjörsamlega atómafli frá fyrsta degi. Hún gaf heimsins bestu knúsa ef við meiddum okkur eða þurftum bara á knúsum á halda. Ég man eftir því þegar ég þóttist hafa dottið og hljóp í fangið á henni bara til að fá knús. Þeir voru alveg þannig góðir. Hún kreisti mann alveg extra fast.

Ég næ sem betur fer að komast heim til Íslands og kveðja hana. Það er ég þakklátur fyrir.

Ég get ekki sagt nóg, segið þeim sem þið elskið hvað þið elskið þau mikið. Knúsið enn meira, og umkringið ykkur þeim sem þið elskið og njótið svo hverrar mínútu með þeim.

Aumur og þakklátur Helgi kveður <3

@helgiomarsson

JAPAN: KYOTO

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. AndreA

    30. May 2019

    Innilegar samúðarkveðjur elsku Helgi ❤️
    Ömmur eru eitt það besta og dýrmætasta í lífinu og það er erfitt að hugsa Lífið án þeirra. Einhvern veginn fylgja þær manni samt út Lífið með heilræðum, sögum og minningum löngu eftir að þær eru farnar.
    Falleg orð um ömmu þína ❤️ Ég sendi ljós og styrk yfir á þessum erfiðu tímum
    LoveLove
    A

  2. sigridurr

    30. May 2019

    samhryggist elsku helgi minn – knús til þín & fjölskyldu! x

  3. Svart á Hvítu

    31. May 2019

    Elsku Helgi – knús til þín <3 Samhryggist innilega.
    x Svana