fbpx

EITT ÁR ..

PERSONALYNDISLEGT

Í dag er nokkuð stór dagur í mínu lífi, ef ég pæli í því, þá er þetta dagur sem ég hélt ég mundi ekki upplifa. Ég er ekki týpan sem stend við það sem ég segi, ekki misskilja mig. Ég stend við loforð við vini og allt svoleiðis, en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hef oft sagt “Ég ætla hætta borða kjöt, nammi, sykur” allt þetta rugl. Ég hef líka oft sagt “Nú hætti ég að drekka” eftir næstum því hverja einustu helgi. Það eru kannski fleiri sem kannast við það?

Málið er það kæru vinir, að í dag er ár síðan ég ákvað að hætta að drekka – og stóð við það!

Það gerðist ekkert hellað, ég gerði engin mistök eða drakk of mikið. Ég drakk bara og sama sagan endurtók sig. Ég vaknaði í mínus. Vanlíðanin var yfirþyrmandi. Ég gat alveg brosið og svoleiðis, en inní mér var allt í maski. Ég drakk aldrei sérstaklega illa, ég lenti aldrei í blackout-um eða drakk of mikið (jú ókei það hefur gerst en þið vitið). Ég hafði alltaf vit fyrir því að fá mér vatnsglas ef ég drakk of mikið. Allt var þannig séð í góðu varðandi áfengið, gat alveg hegðað mér eins og vittleysingur eins og hver annar, en það var aldrei neitt kreisí.

Afhverju hætti ég að drekka? Ég vissi að ég gæti ekki orðið hamingjusamur svona. Þennan dag ákvað ég einfaldlega að bera nógu mikla virðingu fyrir tilfinningum mínum til að segja skilið við sopann. Það fyndna við þetta allt saman er að þetta hefur ekki verið nein kvöð, það var svolítið eins og heilinn minn og líkaminn hittust og ákváðu að standa saman. Mér finnst algjör snilld að vera laus við þetta úr lífinu mínu. Lífið var eitthvað miklu hreinna og betra eftir að ég hætti. Það að hætta drekka lagaði þó engin vandamál, en það hjálpaði mér að takast á við vandamálin á miklu skýrari og fallegri máta.

Ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun fyrir akkúrat ári síðan.

Kæru vinir, edrúlífið er án djóks snilld, og djammið er bara skemmtilegra ef eitthvað er. Ef þið eigið vandamál með áfengi eða eruð komin með alveg nóg af drykkjunni mæli ég eindregið með þessum lífstíl. Við eigum ekki að þurfa vímuefni til að leyfa okkur að dansa og hafa gaman, það á að koma náttúrulega til okkar sem manneskjur.

Ég ætla án djóks að fagna deginum í dag, ég er sjálfur himinlifandi með þetta og hlakka til halda áfram með litríkalífið án áfengis!

Ást og kærleikur

3júníSMALL

ÞÝSKI DRENGURINN MINN: OLE STIRNBERG

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    13. August 2015

    Þú ert svo frábær, til hamingju með þennan flotta áfanga:*
    Knús yfir hafið xx

  2. Jóna Kristín

    13. August 2015

    Liiike – vel gert Helgi!

  3. Sigga Fridda

    13. August 2015

    Til hamingju Helgi minn með þessa ákvörðun og ná að standa við hana!

  4. Elísabet Gunnars

    13. August 2015

    Þú ert frábær! Gangi þér áfram vel í að vera besta útgáfan af sjálfum þér. :)

  5. Halla

    13. August 2015

    Viljinn er hálft verk. Gangi þér og þínum sem allra best.

  6. Úlfar Viktor

    13. August 2015

    Þú ert einstakur elsku Helgi minn, til hamingju með lífið ❤️