fbpx

Egyptaland part 1

Egyptaland var ótrúlegt ævintýri. Ég mætti einn, nýtti tímann minn í lestur, skrif, pælingar og smá sjónvarpsgláp. Ég var svo óheppinn að það var lítið sem ekkert sólskín þessa 3 daga sem ég var þarna einn, en veðrið var þó gott og hitinn mikill. Það sem kveikti bálið í mér var að sjá og kynnast þessari glænýju menningu. Hversu ótrúlega öðruvísi þetta er, ég kemst ekki að hjá því að hugsa daglega um að halda útí heim og upplifa meira og sjá meira ..

Hér er fyrsti partur af ferðinni.

egypt1SMALL egypt2SMALL egypt3blackandwhiteSMALL

Þessi maður safnaði gömlum svörtum og hvítum ljósmyndum, hann fræddi mig um guðina og sagði mér frá hvað hann vildi sjá í ljósmyndum. Hvað honum fannst fallegt og hvað honum fannst ekki flott. Hann deildi því einnig með mér að hann þoldi ekki hvert tæknin er að fara. Hann sagði orðrétt ,, It makes me sad to see technology taking over what’s left of our beautiful world.”
Ég var hjá honum í búðinni í rúmlega klukkutíma.

egypt4blackandwhiteSMALL

Þessi drengur var vel þjálfaður sölumaður og talaði fáranlega góða ensku. Hann rukkaði mig t.d um 1 pund fyrir þessa mynd sem ég tók af honum, sem ég lét auðvitað eftir.

egypt5blackandwhiteSMALL

Fallegu myndirnar sem hann safnaði og seldi.

egypt6SMALL

Komnir inní fangelsið sem við komumst ekki útúr, við þurftum fyrst að klára te-ið sem maður neitar aldrei í Egyptalandi (að þeirra sögn) og sjá allt sem þeir vildu sýna okkur.

egypt8SMALL

Ég keypti samt reykelsi frá þeim.

egypt9SMALL

Egyptski djöfullinn. Þessi svindlaði, laug og hótaði til að fá peningana frá okkur sem hann vildi.

egypt10SMALL

Göturnar urðu ekkert mikið betri en þetta.

Thom Yorke á forsíðu Dazed&Confused.

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1