fbpx

Egyptaland part 2

Svolítið seinn! En Egyptalandsævintýrið heldur áfram. Hér eru nokkrar myndir sem ég valdi til að deila. Eftir að hafa heimsótt land eins og Egyptaland og upplifað nýja menningu þá hefur kviknað inní mér eitthvað bál sem fær mig bara til að skoða meira, fara lengra, nýjar og öðruvísi menningar. Það er ótrúlega góð upplifun.

egypt13SMALL

Borguðum 10 kr danskar eða rúmar 200 kr íslenskar í taxa til að komast á þennan stað. Vorum í rauninni með engan áfangastað í huga, en hérna enduðum við.

egypt14blackandwhiteSMALL

Svona byggingar voru útum allt – endalaust af ókláruðum húsum.

egypt15SMALL

egypt16blackandwhiteSMALL

Þessi var ekki lengi að hnappa okkur inní búðina sína var ein af þeim mest óspennandi sem ég sá þarna úti. Hann kynnti sig og spurði hvort við værum ekki frá Danmörku og sagði svo að hann vildi endilega gefa okkur litlar gjafir. Hann nýtti tækifærið þegar hann sá að ég var skaðbrunninn í framan eftir að hafa sofnað í sólbaði fyrr um daginn og sagði okkur að hann ætti töfrakrem sem hann vildi leyfa mér að prófa. Á þessum tímapunkti vorum við enn forvitnir og vissum ekkert við hverju mátti búast.

egypt17SMALL

Hann krafðist þess að gefa mér það að gjöf svo ég yrði betri í andlitinu. Ég sagði við hann að ég væri ekki með neina peninga í vösunum og gæti ekkert verslað af honum og hann sagðist bara vilja gera þetta til að vera góður.


egypt19SMALL

Hérna má sjá hversu rauð og brunnin augnlokin á mér voru. Eftir þessa meðferð gramsaði hann í hillu að finna tóma glerkrukku, hann fann mjög skítuga og óheillandi krukku og hellti þessu kremi ofan í og sagði hann mér að ég færi ekki útúr búðinni fyrren ég keypti hana. Hann sagði að ég þyrfti að borga 120 egypskt pund. Ég hristi hausinn og lét hann hafa 50 pund og notaði þetta svo aldrei aftur.

egypt21SMALL

Ég sýndi þessum herramönnum myndavélina og beið eftir að fá leyfi til að mynda þá. Þeir urðu spenntir, stilltu sér upp, þeir vildu fá aðra og aðra og áður og vildu svo fá að sjá myndinar. Þeir urðu yfir sig hrifnir og báðu okkur um að setjast hjá sér og vildu bjóða okkur í kaffi, te eða reykja sisha “whatever you want!” sögðu þeir líka.

egypt22blackandwhiteSMALL

Hann var svo einstaklega fínn og flottur, hafði svo gaman af honum.

egypt23SMALL

Eftir að hafa hlegið með þeim í ekki meira en mínútu kom eigandi staðarins og vildi að við mundum koma inn og smakka matinn og tilkynntu okkur að við mættum “eat for free” – við afþökkuðum og héldum áfram ferðinni okkar.

Heimilisdraumar.

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Helga

    14. February 2013

    hvaða linsu ertu að nota í þessar myndir?

  2. Elísabet Gunn

    14. February 2013

    Helgi !! Þessar myndir eru trylltar. Fíni kallinn á portrait myndinni er bjútífúl. Keep up the good work :x

  3. Sigga sæta (mood)

    16. February 2013

    vá Helgi ég er yfir mig ástfangin af myndonum þínum!
    tek undir það sem fyrri manneskja sagði,, portrait myndin af fína er ótrúlega heillandi!
    xx
    love