fbpx

ÉG MÆLI MEÐ: TYRKISK PEBER ÍS

ÉG MÆLI MEÐHOMEÍSLANDSEYÐISFJÖRÐUR

MÆÆÆÆLI ÉG MEÐ ..

HVORT ÉG GERI

Þetta byrjaði semsagt þannig að það kom ísbíll fyrir utan húsið mitt. Ókei, það er krúttlegt. Ég var búinn að vera drekkja mér í sykri þessa dagana hvort sem er, svo hvað er einn ís á milli vina. Mamma keypti reyndar kassa, en ég fékk mér einn svona Tyrkisk Peber ís. Maðurinn í Ísbílnum mældi svo agalega vel með honum.

Ég byrja að jappla á honum, og help me Thor ..

Ísinn var með kramna mola utan á með lakkrísdýfu og svo brennandi sterkur (samt ekkert svo sterkur) mjúkur moli inní. Ég tek mig til, í klossunum hans pabba, og hleyp á eftir þessum ágæta Ísbíl eins og fáviti. Klossanir voru ekkert að hjálpa að hlaupa með einhverjum þokka eða kúli. Ég keypti mér allavega þrjá í viðbót. Og kláraði þá vandræðalega fljótt.

Smakkiði bara and you will see ..

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with x1 preset

Emmess flytur þennan ís inn, kallinn í Ísbílnum sagði samt að hann væri ekki kominn í búðir? Veit ekki hvort það sé rugl. Einhver verður bara hringja í Emmess og fá þau til að flytja þennan ágæta stórkostlega unaðslega ís í allar búðir allsstaðar. Eða hlaupiði eftir Ísbílnum, samt ekki í klossum.

SEYÐISFJÖRÐUR - JÚLÍ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hugrún

    22. July 2015

    Þetta er mjög gott, hann er víst bara fluttur inn fyrir ísbílinn og fæst bara þar. En ef þú ert ekki búinn að smakka Galdrastaf ísinn frá emmess þá skaltu drífa í því! Hann er fáránlega góður, blár klaki með piparsúkkulaði! Oh vá èg er farin útí búð…

  2. Gulla

    29. July 2015

    Kramna, Helgi Snær???