fbpx

ÉG HELD AÐ ÉG SÉ HÆTTUR AÐ BORÐA KJÖT ..

MATURPERSONAL

Um áramótin byrjaði þetta ferli, ekki að verða grænmetisæta, alls ekki. Heldur bara mindful living, living mindfully. Í því fólst tildæmis að nota minna plast, hugleiða, rækta mig andlega og líkamlega, kaupa lífrænt, styðja eins mikið af frumkvöðla og hætta að gera ríkasta fólkið ríkara og versla af minni verslunum, gefa sem mest til góðgerðamála, borða minna kjöt og listinn heldur endalaust áfram. Þetta byrjaði þó á podcasti sem ég hlustaði á sem gjörsamlega snéri öllu við hjá mér. Þetta var þegar ég elskaði að gera vel við mig og smjatta á spikfeitri steik með öllu tilheyrandi. Það var podcast með Oprah þar sem hún talaði við Kathy Freston og hún ræðir um bókina sína The 8 Pillars of Wellness.

Þar talar hún um að hún hafi orðið vegan en ástæðan hennar kom frá allt öðrum stað en maður heyrir vanalega. Hún talaði um að í sjálfsvinnunni sinni þá þótti henni írónískt að það sem hún stendur fyrir, sem er kærleikur til náungans, að lina sársauka eða þjáningar sem verða fyrir vegi hennar, standa upp fyrir réttlæti, þið vitið. En samt setti hún mat uppí sig sem á sér sögu af þjáningu, sársauka, angist og svo framvegis. Það sat svolítið eftir í mér, og það opnuðust einhverjar dyr innra með mér sem ég gat eiginlega ekki lokað fyrir. Hægt og rólega var ég farinn að vilja opna fleiri video eða greinar um meðferð dýra, en var samt ennþá að borða kjöt. Í hvert skipti sem ég borðaði kjöt þá kom einhversskonar hugsun upp. Sérstaklega þegar um var að ræða kjúklingabringu tildæmis, eða steik. Dyrnar eru opnar og ég finn hvernig líkaminn og hausinn eru algjörlega samtaka í þessu. Mig langar ekki í kjöt lengur, og ég held, svei mér þá, eins og staðan er núna að ég sé hættur að borða kjöt. Ég hef verið að leyfa mér aðeins fisk, og egg ennþá, og fetaost.

Og áður en einhver fer að velta einhverju fyrir sér, þá er ég ekki vegan og ég er ekki að hætta neinu til þess að fá einhvern stimpil. Ég er ekki vegeterian eða grænmetisæta, ég er bara að gera allt sem mér finnst rétt og ég er að gera mitt besta til að lifa meira mindfully og hafa góð áhrif á umhverfið og dýrin. Eina sem ég er með í hausnum á hverjum degi, er að ég vil ekki að neitt dýr þurfi að deyja til þess að ég nærist.

Það er það eina sem ég vil fá útúr þessu.

Heyrumst!

@helgiomarsson

EIGANDI CHANEL FJÁRFESTIR Í 66°NORÐUR -

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Hildur Sif Hauksdóttir

    25. June 2019

    Þú ert svo geðveikt flottur og mjög góðir punktar hjá þér!! Whoop er að elska þetta!