Sawadeekaaap!
Ég er mættur til Bangkok, mætti fyrir tveimur dögum, sirka. Ég er alveg gjörsamlega ringlaður í hausnum yfir tímamismun. Ég flaug frá Kaupmannahöfn kl 14:00 á laugardaginn síðastliðinn til Dubai, stoppaði þar í fjóra tíma og missti næstum því af fluginu (það voru tvö flug með Emirates til Bangkok með 20 mín millimun, og ég ruglaðist, kill me), og lendi svo snemma um morguninn á sunnudeginum. Svo ég var out’n’about í Bangkok á sunnudeginum og svo er dagurinn í dag. Með þessum skrifum er ég líka aðeins farinn að átta mig sjálfur.
Við erum meira og minna búinn að liggja í djúpsteikingu, versla allskonar, borða ógeðslega mikið af Thai food, fara í þrjú nudd og njóta okkur hérna uppá hóteli sem við erum einstaklega skotnir í. Það heitir Hotel Chatrium Riverside Bangkok og við erum í einum af svítunum þar með magnaðasta útsýni í heiminum. Það var einstaklega gaman að vakna kl 06:00 í morgun (ekki kaldhæðni) og labba um herbergið og bara “vóó” og “vooóóó” – leyfum myndunum bara aðeins að tala
Ég ætlaði svo að reyna sofa út en svo rumskaði ég við mér rétt tæplega sex og það var ekki séns að sofna aftur, þetta var svooo falleg sjón.
Ekki glatað að sjá þetta um leið og maður vaknar ..
Útsýnið frá svölunum ..
Morgunmaturinn svo borðaður við ánna .. mögulega trylltasta morgunverðarhlaðborð sem ég hef séð. Hlakka til að vakna á morgun og fara troða oní mig.
Sundlaugin fína – ég er þó ekki búinn að fara ofan í hana og kem ekki til með að gera það því hún var ÍS-köld. I aint do ísköld.
Á morgun er aftur rise kl 06:00 og uppá flugvöll þar sem við fljúgum til Hat Yai, og þaðan förum við til Koh Lipe, sem er algjör paradísar-eyja. Við verðum á stað sem heitir Castaway resort sem alveg fáranlega margir sem ég þekki hafa mælt með, þetta á víst ekki að klikka, svo ég er mejúklega spenntur. Ég leyfi ykkur að fylgjast með x
Þið getið fylgst með meiru á bæði snapchat & instagram
instagram: @helgiomarsson
snap: helgiomars
Skrifa Innlegg