Fyrst, takk fyrir öll fallegu kommentin á síðasta bloggið mitt. Ekkert smá gaman að lesa – glödduð mig alveg ótrúlega mikið :)
Ég hélt ég ætlaði aldrei að fá boðin á sýningarnar, og svo alltíeinu komu þær eins og flóð og áður en ég vissi af var ég með of mikið til að geta pakkað saman. Ég er ágætlega spenntur, þetta verður gaman. Inní programmið þarf ég að pakka inn vinnunni, plús nokkrum fundum ásamt því að mínar elskulegu systur koma á fimmtudagskvöldið og hef ég ákveðið að leggja tískuvikuna og partýin til hliðar þegar þær lenda og einbeita mér að þeim.
Það besta við Copenhagen Fashion Week er í rauninni hvað er mikið af spennandi hönnuðum að sýna.
Ég er rosa spenntur fyrir Barbara I Gongini sem er á miðvikudaginn;
Mjög mikið minn stíll og hönnuðurinn skapar yfirleit ótrúlega skemmtilega og dimma stemmingu á sýningunni.
Annars stefni ég að fara á;
- Est. 1995 Benedikte Utzon
- Barbara I Gongini
- Wood Wood
- David Andersen
- Henrik Vibskov
- Asger Juul Larsen
- Freya Dalsjö
- Bruuns Bazaar
- DAY Birger et Mikkelsen
- By Malene Birger
- Bibi Chemnitz
Það verður gaman ef þetta tekst allt saman.
Þetta verður skemmtilegt í góðum félagsskap.
David Andersen
Henrik Vibskov
Svo fer ég á lista til að sjá Fashion Blogger Awards, það verður forvitnilegt að sjá.
Jæja, bless!
Skrifa Innlegg