fbpx

BRÚNKA SEM VIRKAR – MARC INBANE

ÉG MÆLI MEÐSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er í samstarfi við Marc Inbane

Já, sko ég hef – aldrei – fýlað brúnkukrem. Frá því í menntaskóla þá gerði ég þau mistök að smyrja á mig Brasilían Tan, sem kannski glöggir muna eftir. Ég hef síðan þá nokkrum sinnum prófað og alltaf endað flekkóttur, asnalegur, og með einhverja skítabrúnku á mér sem ég gat ekki þvegið af mér nema ég skrúbbaði mig til blóðs. Svo er ég með skegg, svo ég endaði aldrei fágaður. Svo þegar Arna vinkona, fyrrum markaðsgúru Bpró veldisins bað mig um að prófa. Því ég sagði strax, elskan, veitiggi með þetta. Hún er mikil smekkskona svo ég hugsaði með mér, ókei ef hún mælir með, þá prófa ég. Ég var smá tregur, ég var alltaf að bíða eftir því hvenær ég þyrfti ekki að fara útúr húsi í einhvern tíma ef allt skyldi fara til fjandans.

Það sem ég gerði fyrst var að taka bara svona foundation bursta, nettur, eins og pensill þið vitið og byrjaði að stille og rólígt að dýfa penslinum í brúnkuna, sem er by the way eins og vatn. Ekkert kremað, heldur bara lauflétt, silkimjúlk og tanað. Þarna var hinn fyrsti plús. Svo í rauninni pensla ég þetta bara eins og hvítan striga (sem andlitið á mér er þessa dagana, tómlegt og hvítt, æði) og þetta gekk alveg hrikalega vel. Þetta jafnaðist mjög vel í húðina, ég sá engar flekkur, ég sá engar svona línur, þetta allt jafnaðist mjög fallega. Svo ég byrjaði á að nota þetta sem svona quick tan til að vera sætari, en svo hef ég unnið mig áfram og áfram. Ég er ekki enn farinn að taka allan kroppinn því ég er ekkert ber að ofan þessa dagana nema heima hjá mér. Ég er semsagt búinn að prófa mig áfram í 6 mánuði, og búinn að bíða vel á lengi eftir að geta sagt I TOLD YOU SO. En ég get gefið þessu tani fullt stig húsa, og mjög einlægt. Samstarf eða ekki.

Á þessum myndum notaði ég reyndar Marc Inbane hanskann, því mig vantaði smá tan á hendur þið vitið. Það gekk einnig eins og í sögu.

Ég hef enn ekki náð að tana þetta sumarið og ég hef verið týpan sem fer í ljós af og til. NOT ANYMOOOORE.

Marc Inbane er með tilboð út mánuðinn, júlí mánuð með 20% af öllu. 

Ég mæli svo sannarlega með –

@helgiomarsson á Instagram

ÖSKUBUSKU ÆVINTÝRIÐ: MONA TOUGAARD NÝ STJARNA -

Skrifa Innlegg