fbpx

BRÚÐKAUP INGILEIFAR & MARÍU –

ÍSLANDPERSONALYNDISLEGT

Ó hvað ég vildi að ég væri með heilan feitan myndabanka frá eigin myndavél frá þessu brúðkaupi. Ég sinnti starfi alt mulig mand ásamt því að vera veislustjóri með hinni yndislegu Helgu Lind Mar, svo það var nóg að gera frá sekúndunni sem ég lenti á Flateyri. Ég er svo innilega stoltur af Ingileif minni, við höfum verið bestu vinir í hátt í tíu ár og ég get varla með orðum sagt hvað hún er frábær, dugleg, hjartahlý og yndisleg. Mér finnst enn svo gaman að hún giftist ástinni sinni.

Þetta brúðkaup var að öllu leyti yndislegt og ég kynntist svo mikið af frábæru fólki og fékk að heimsækja Flateyri aftur sem er einn besti bær landsins (á eftir Seyðisfirði að sjálfssögðu) –

Ég á ekki margar myndir en hey, bitch was busy –

Mættur árla morguns að ná í blóm fyrir stóra daginn –

Stelpan mín –

Stelpurnar löbbuðu niður með mæðrum sínum á meðan Sigríður Thorlacius söng Halo með Beyonce – grenjuðu margir? Aldeilis. Ég? Jú, aldeilis.

Fallegu stelpurnar mínar giftar –

Daði bróðir Ingileifar gaf stelpurnar. Ég vildi að ég gæti lýst brúðkaupinu skref fyrir skrefi, svo magnað var það.

Okkar maður fór uppá svið að rífa kjaft og tókst að fá standing ovation. Get tékkað það af bucket listanum mínum, hélt alltaf að það yrði í X Factor UK, en brúðkaup Ingileifar og Maríu er eiginlega bara betra ..

Dansa saman með svo fáranlega skemmtilegu liði –

Og einstaklega góð heimleið með frábæru fólki með pulsubrauð en engum pulsum –

Takk fyrir mig allir!

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

HLAUPA 100 KM Í ÁGÚST -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1