fbpx

BLUE LIGHT BLOCKING GLERAUGU –

ACCESSORIESNEW IN

Í langan tíma hef ég ætlað að fá mér blue light blocking gleraugu. Ég er búinn að vinna uppá módel skrifstofu á veturnar með skjáinn þremur sentimetrum frá andlitinu á mér, ég er með símann upp við andlitið á mér meira og minna allan sólarhringinn (förum nánar útí það seinna .. not cool) og vinn við myndvinnslu og allt tilheyrandi lengi líka. Svo augun á mér eru alltaf með þessa bláu geisla í sér. Jú svo auðvitað Netflix á kvöldinn og ég gæti haldið áfram. Þetta yfirtekur þannig séð hverdaginn eins og hann leggur sig. Þegar mér var bara orðið illt í augunum þá vissi ég að ég þurfti að gera eitthvað í málunum.

Ég skoðaði allskonar gleraugu útum allt, og þá sérstaklega þau sem eru ready og svona standard –

Ég persónulega var ekki alveg að fýla það svo ég endaði óvart í búð hérna í Kaupmannahöfn með vinum mínum sem heitir Ace and Tate – og fann þar gleraugu sem var alveg 100% á að voru match. Þetta var svolítið eins og þegar Harry Potter fékk galdrastafinn sinn, þið vitið. Svo ég valdi bara umgjörðina og svo bláa ljós blocker gler í :-)

Glerið blockerar 99% af bláum ljósum í augun og ég get vonandi farið að sofa eðlilega, og vera smá eðlilegur varðandi endalaust gláp og skjái – mjög ánægður með þessi kaup!

@helgiomarsson

GEYSIR -

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    30. July 2020

    Fara þér vel !! <3