fbpx

BERLÍN BERLÍN BERLÍN

PERSONALTRAVEL

Í jólagjöf fékk ég ferð til Berlín og miða á Adele frá kæró, aldeilis snilldin þar. Hann kann ekki að klikka á gjöfum, aldeilis ekki.

Berlín var ótrúlega ánægjuleg, borgin er gínormus, svona pínu eins og London. Engar smá vegalengdir að komast á milli staða, en það var að sjálfssögðu bara kósý. Það er Dunkin Donuts á bókstaflega hverju horni. 10/11 of Berlín, sem var ekkert ótrúlega hentugt því ég varð hættulega háður kleinuhring sem heitir Maple Frosted, ég held grínlaust að ég hafi borðað í kringum 8 – 10 svoleiðis í gegnum ferðina. Mhm, lækkert. Kleinuhringir eru bara góðir, vitiði hvað ég á við? Svo sjúklega góðir.

Það kom mjög á óvart hvað Þjóðverjarnir eru næs, ég bjóst við svona gargandi fúlu fólki (alveg nokkrir þannig eins og allstaðar) – eitt af módelunum okkar uppá skrifstofu var búin að vara mig við því. En almennt rosa svaka næs! Annars kann ég ekki á evruna, mér finnst mjög óþæginlegt hvað upphæðin er alltaf lág, maður sér bara 20 og bara já vá, spottprís! Svo ég eyddi alltof miklum peningum í ekki neitt. Ég eyddi þó pening í svolítið spennandi, minn fyrsta skúlptúr! Við vorum á alveg hjúts loppumarkaði og ég sá þennan skúlptúr og ég svoleiðis sogaðist af honum, þið getið ímyndað ykkur svona dramatískt atriði í bíómynd, þar sem kemur tónlist undir og svoleiðis, það var svolítið þannig. Við keyptum hann allavega, sýni ykkur hann seinna!

Hvað situr meira í minningunni .. Hótelið var frábært, þar var spa, sundlaug, líkamsrækt, frábært útsýni og djúsí rúm, vel valið Helgi, pow! Hvítt brauð ræður ríkjum í Þýskalandi, ég fann ekki neitt gróft, og ég get svo svarið það að það bættist á bumbuna mína. Veðrið var stórkostlegt, sól og bullandi hiti allan tímann, mjög gott! Ég fór í tryllta klippingu þar sem konan svoleiðis dansaði með rakvélina í svona 7 mínútur og ég var ready og klippingin er geggjuð, og ég borgaði 15 evrur (sem ég auðvitað upplifði væri 300 kr íslenskar, lágar tölur people!) og jú, Dunkin Donuts, en ég var búinn að fara yfir það.

Jæja, yfir í myndirnar ..

Processed with VSCOcam with a8 preset

Hæðin okkar fína á hótelinu ..

Processed with VSCOcam with a9 preset

Garðurinn fyrir framan hótelið, þar var nakið fólk að sólbaða sig, when in Berlin!

Processed with VSCOcam with a9 preset

Wifi pása ..

Processed with VSCOcam with a7 preset

Vintage búðirnar eru stórkostlegar í Berlín, endalaust af fínu.

Processed with VSCOcam with a9 preset

Processed with VSCOcam with a9 preset Processed with VSCOcam with a8 preset

Ég var eitthvað svo vandræðalega heillaður af þessu húsi, eins einfalt og lúmskt boring það er. Mér fannst þetta geggjað hús, svo fínt.

berlin07

.. ooooog þessir tveir þarna

berlin06

Þetta kún að vera útvarpsturn? Er það ekki rétt hjá mér?

Processed with VSCOcam with a9 preset

Ávaxtabox eða hvítt brauð, éééég bara spyr ..

berlin08

Ógurlega fína spa-ið

berlin09

.. frekar mikill lúxus að enda dagana svona, very nice.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ég held að móttöku konan hafi verið sjúklega skotin í okkur, því við fengum alltaf að borða í svona exclúsívum lounge með aðeins átta borðum og með þjónustu. Ég er með smá samviskubit að hafa ekki smellt á hana einn rembings, hún leiddi okkur alltaf þangað, svo svakalega ánægjulegt.

berlin11

Komnir á flóamarkaðinn stóra góða, þar er ég góður að gera góða díla, trúúúiði mér.

Processed with VSCOcam with a9 preset

Gott dæmi! Fékk þessa eldgömlu ljósmynd á eina evru.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Þarna var þessi svakalega fíni turn ..

Processed with VSCOcam with a9 preset

.. oooog síðustu þrír klukkutímarnir í Berlín voru nýttir þarna!

Berlín er ofur næs y’all

HELGASPJALLIÐ: GUNNAR GYLFASON

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. íris

    20. May 2016

    en gaman! ég er að fara til berlínar og er að leita að góðu hóteli. manstu nafnið á hótelinu sem þið voruð á?

    • Helgi Ómars

      20. May 2016

      Ég var á Pullman Berlin Schweizerhof – mæli með því! :-)

  2. Jennifer Berg

    20. May 2016

    Looking goood :D