Við Kasper leigðum okkur hús í Ubud þar sem við vorum í í nokkra daga og ég er að segja ykkur, það var eiginlega draumi líkast. Ég veit ekki alveg afhverju samt, ég hef no joke aldrei verið eins afslappaður í lífi mínu held ég. Það var einhver orka yfir þessu húsi og ég datt gjörsamlega inní zen-ið. Ég gekk bara um í sarong-inu mínu og njóddda-ði.
Það var sundlaug við hliðiná en ég reyndir nýtti hana ekki, og á morgnana komu tvær yndislegar konur sem hétu báðar Made og gerðu morgunmat handa okkur og voru okkur til taks ef það var eitthvað. Húsið var í alveg einstöku hverfi, umkringt hrísgrjótaökrum og göturnar voru eins og sett á Tomb Raider. Æ þetta var svo tryllt. Ég er 100% á því að ég ætla aftur að búa þarna.
Ég sá það eftirá að ég gleymdi að taka helling af stöðum inní húsinu, en þið fáið þó allt sem ég á.
Húsið var alltaf meira og minna opið, en það var hægt að læsa hurð inní herbergið, sem ég einmitt gleymdi að taka mynd af. Það var frekar flippuð upplifun og ég hafði áhyggjur að ég mundi alveg fríka út, en ég náði að venjast alveg ótrúlega fljótt og þetta var geggjað.
Inngangurinn inní herbergið og svo stórt of feitt úti rúm sem var einum of þæginlegt.
Morgunmaturinn var svo góður, Made einmitt hélt bara áfram að elda eftir að við vorum búnir að borða ef við yrðum svangir eftirá. Hún var eins og Balinísk amma sem mig hefur alltaf langað í.
Þær hvísluðu inní herbergi “Breakfast readyyy” um morguninn, þær voru yndislegar og auðvitað gaf ég þeim báðum stórt og feitt tips, enda fannst mér þetta frábær upplifun.
Baðherbergið vinsæla, mér finnst öööömurlegt að ég tók ekki myndir af vask svæðinu, ekkert smá flottar svona tiles allsstaðar. Gaman að segja frá því að ég fór í bað 2 – 3 á dag, lá bara þarna undir berum himni.
Útsýnið – grenja
Skrifa Innlegg