fbpx

BALI PART 1

PERSONALTRAVEL

Ókei, allir saman. I get it, I get it. Ég er farinn að fatta þetta allt saman. Afhverju fólk elskar jóga, afhverju fólk verður vegan og afhverju vegan hreinlega lookar bara ótrúlega vel, og smakkast vel líka. Ég fatta afhverju Julia Roberts valdi Bali í Eat Pray Love, ég fatta líka afhverju allskonar konur eru að fara í jógatúra hingað og afhverju fólk ffffflytur hingað!

Bali fór meira og minna framúr mínum vonum. Ég var búinn að sjá fyrir mér að hið vestræna var búið að kúka og gubba yfir allt og hér væri Bali fólkið búið að flýja í frá hvíta fólkinu og að ég ætti erfitt með að finna Bali tilfinninguna. Ekki rétt, hér er allt morandi í Bali. Meira en ég þorði að vona, allavega uppí Ubud þar sem ég er búinn að vera. Allir eru fáranlega næs og í öllum hornum er oft pínu lítið eins og það hafi verið byggt sett Tomb Raider. Allavega í okkar umhverfi. Ég og Kasper eru brjálaðir í Tæland en við erum hægt og rólega að færast yfir til Bali. Ég gæti algjörlega hugsað mér að koma hingað í lengri tíma og bara fá að þrífast í þessu.

Eitt, það eru hrísgrjónaakrar – allsstaðar – alveg bókstaflega. Ég á alveg eftir að youtúba hvernig þessi blessuðu hrísgrjón verða til, en það er nokkuð magnað að sjá þetta allt saman.

Svo eru þessi temple, ég hélt að svona væri þið vitið, hér og þar. En þau eru í rauninni aaaallsstaðar – og þetta er Bali stíllinn in its galore. Svona líta heimilin út, og húsin, og veitingastaðirnir og you name it. Þetta er útum allt, og þetta er svo fallegt.

Við leigðum okkur driver í einn dag og ætluðum að skoða Bali á einum degi. Ekki að fara gerast, alls ekki. Það kom mjög á óvart en það er faktískt mjög langt á milli staða hérna, ég hélt ég væri að fara þjóta um Bali milli níu og fimm. Bali er stærra en ég hélt og traffíkin nokkuð helluð líka. En þessi foss varð fyrir valinu, hann var mjög fallegur, en þið vitið. Ég er Seyðfirðingur, ég er með stærri foss í bakgarðinum mínum heima á Garðarsveginum. Engu að síður fallegur. Trén voru þó mögnuð.

Ég er yfirleitt mikill daredevil, ég er ekkert rosalega lofthræddur og svona yfirleitt nokkuð chillaður á því. EN! Ég hugsaði með mér, væri ekki kúl að taka mynd þar sem ég sæti á brúninni með fossinn í bakrunn. Svaka flott. Ég settist niður og já, var þessi hugrakki Helgi sem ég er yfirleitt. Ég veit ekki hvort það sé aldurinn, en hnéskeljarnir hrisstust eftir þessu situ. Það var frekar fyndið, en það var mjög hátt niður.

Villan okkar hér var stórkostleg. Við vorum með einkasundlaug sem hefur verið goal hjá mér mjööög lengi. Útsýnið var geggjað, sundlaugin hlý, villan stór. Algjört súper næs.

Ég er algjör vatnsperri, ég elska sundlaugar, böð, sturtur, og allt þar á milli. Svo ég var að sjálfssögðu eins og lítill krakkaskratti í þessari sundlaug öll kvöld.

Já bussla og svona já einmitt ..

.. einmitt, en já.

Þetta var Bali partur EITT! Við erum nýkomnir í nýja húsið okkar og það er TOOO DIIIIE. Hlakka til að sýna ykkur x

Getið fylgst með live á snapchat & instagram

Snap: helgiomars
Instagram: helgiomarsson

SINGAPORE PART 2

Skrifa Innlegg